Rökleysa

WeThePeople

Bjarni Benediktsson bendir réttilega á þá firru sem valdaframsal til alþjóðastofnana getur orðið. Hvernig fæst fólk til þess að breyta stjórnarskrá í átt til framsals réttinda fólksins og hvað þá til erlendra stofnana, eins vitlaust og það kerfi er? Ótal aðstæður geta komið upp, t.d. stríð og kúgun einráðra valdasjúklinga í stofnunum eða hjá þjóðahópum, þar sem við fáum ekkert við ráðið. Fyrir utan það að hafa aldrei neitt atkvæðamagn sem máli getur skipt, alltaf innan skekkjumarka.

Sanngjarnt lýðræði hefur regluna í heiðri, „einn maður, eitt atkvæði“. Þá er hvert okkar gegn 400 milljónum Evrópskra atkvæða. En það væri ef lýðræði ríkti í ESB: raunin er sú að framsalið er til tveggja persóna þegar á reynir, Kanslara Þýskalands og forseta Frakklands, sem öllu ráða í alþjóðastofnunninni ESB.

Leyfi í stjórnarskrá til framsals valdsins er þvílík rökleysa að þingmenn sem bera slíkt upp ber að víta.


mbl.is „Fullkomin eftirgjöf gagnvart ESB“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Framsal valds er afsal valds.

Fullveldi er óskipt, því verður ekki deilt.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.1.2013 kl. 04:14

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Innilega sammála þér Ívar.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 31.1.2013 kl. 09:09

3 Smámynd: K.H.S.

Spurðu Ómar Ragnarsson.

K.H.S., 31.1.2013 kl. 15:22

4 Smámynd: Elle_

Já, leyfi fyrir framsali valds í stjórnarskrá er rökleysa.  En prófið að rökræða við Jóhönnu-fólk um framsal valds.  Þau skilja það ekki, þau nota orðin 'sameiginlegt fullveldi' og 'samvinna fullvalda ríkja', allt undir yfirþjóðlegu valdi.

Elle_, 31.1.2013 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband