Skipulagið skiptir máli

Skerjafjordur Rvk plan

Skipulagsmál Reykjavíkurborgar reyndust efstu kvenframbjóðendum erfið. Morgunblaðið (18/11) ræddi við frambjóðendur í prófkjörinu eftir úrslitin, m.a.  Áslaugu Friðriksdóttur (5. sæti):  „Bendir hún á að efstu þrjár konurnar hafi verið með aðeins aðrar áherslur í skipulagsmálum en karlarnir og viljað skoða hvort hægt væri að finna aðra lausn fyrir flugvöllinn en að hafa hann í Vatnsmýri.“  Áslaug staðfestir þarna álit mitt, að  kjósendum fannst nóg um fylgispekt þeirra þriggja við skipulagstillögur Besta Flokksins og Samfylkingar og völdu karlana þrjá sem fylgja þorra Sjálfstæðismanna í þessu efni, þar með ýttust þær þrjár neðar. En Marta Guðjónsdóttir, sem stendur sig vel gegn þessum skipulagstillögum, ýttist því miður niður fyrir þrennuna.

Skerjafjordur plan blokkir

Hver gætir hagsmuna okkar? 

En einu er erfiðast að kyngja, að hvergi finnst núna stjórnmálamaður ofarlega á lista sem fylgir varaflugbrautinni  (SA/NV) á afgerandi hátt til frambúðar. En ef brautin fer, þá verður önnur slík að vera komin upp á Keflavíkurflugvelli.  Þar með endar 2.500 manna hverfi með að vera reist í Skerjafirði við hlið þess gamla, nema skynsemiseldingum skjótist niður víða. Ekkert er búið að hugsa um hvernig slíkt á að gerast, skólar, leikskólar, vegtengingar, verslunarkjarni eða hvaðeina. En almennilegt samráð við íbúana verður að eiga sér stað, ekki allt-í-plati samráðið sem hefur verið viðhaft hingað til.


mbl.is Hyggst taka annað sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. nóvember 2013

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband