Fólkið fái loksins að ráða

Grundfj 012

Gott upphaf kosningabaráttu XD var í fullum sal á Nordica í morgun, hjá Bjarna, Hönnu Birnu og stórum samstæðum hópi Sjálfstæðisfólks. Áherslan er rétt, að setja mál í forgang sem rjúfa kyrrstöðudoða sósíalismans og að eyða óvissunni sem heldur öllu í lás. Gaman að sjá kynnt allt þetta kraftmikla athafnafólk alls staðar að af landinu, tilbúið til athafna um leið og eymdar- stjórnin er farin frá.

Þjóðaratkvæðagreiðslu 

Evrópumálin eru á hreinu: Fólk fái að kjósa um það í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort „samið“ verði við ESB um aðild eður ei. Vinstri stjórnin sveik Íslendinga um þennan rétt á meðan allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins kröfðust hans fyrir hönd þjóðarinnar. 

Stjórnarskrárbreytingar: ekki á hlaupum 

Stjórnarskrármálin eru líka á hreinu: Unnið verður í þeim á réttum tíma og á skilvirkan hátt, ekki hlaupandi á göngum Alþingis í uppbótartíma eftir fjögurra ára hringlanda. Meir að segja Forseta Alþingis blöskraði aðfarir stjórnarflokkanna.

Hagur atvinnuvega og heimila 

Hagir atvinnuvega og heimilanna eru þétt samtvinnaðir sem mikilvægasta málið sem brennur á. Skattaánauðin fer líka að verða eins og og hjá Hollande ofursósíalista Frakklands. Nú er þessi samstæði hópur Sjálfstæðisfólks sem kosinn var, kominn af stað. Ég vona að fólk taki þeim vel og ræði um raunhæfar aðgerðir sem skipta máli strax og í náinni framtíð, frekar en að draga fram rispaðar Jóhönnuplötur með uppáhaldslögunum „Hér varð hrun“ eða t.d. „Einkavæðingin 2004“, sem RÚV hefur spilað svo oft að jafnvel stafræna útgáfan verður slitin!

Kjósum að fólkið fái að ráða. Sjálfstæði.

 

 


mbl.is Enginn skattlagt sig úr kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. mars 2013

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband