Freistnivandi Framsóknar

Aedislegur

Freistnivandi Framsóknar verður meiri eftir því sem sól hennar rís hærra. Ef hún hækkar frekar gæti Framsókn freistast til þess að taka samtíning framboða með sér í stjórn í stað þeirrar styrku stjórnar sem Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur væru líklegastir til þess að mynda eftir næstu kosningar.

Hvaða flokkur annars? 

Samfylkingin sannaði vanhæfni sína ærlega og aðalstefnumálið er ekki á dagskrá hjá flestum Íslendingum. Vinstri græn náðu að setja brennimark sitt á Ísland, svo að undan svíður. Fjöldi annarra framboða næði ekki að smala köttum til athafna frekar en Samfylkingin gerði. Þau vonast eftir oddaaðstöðu, hvert fyrir sig. Þannig gætu týpur ráðið á örlagastundu eins og Þráin Bertelsson og Þór Saari gerðu á núliðnu þingi.

Hvert leita hópar? 

Athyglisvert er hvert áhrifamikill hópur leitar, en það er HMHH: Hámenntaðir- Miðaldra- Hátekjukarlar á Höfuðborgarsvæðinu. Þessi hópur er einn sá áhrifamesti, aðhyllist ESB og sérstaklega Evru. Stærstu félögunum eins og SA,SI og Viðskiptaráði er stjórnað af þessum hópi. Síðustu ríkisstjórnir voru þeim að skapi, með Evrópumálin ofar öllu. Þeir fyrtust við staðfestu Landsfundar Sjálfstæðisflokksins gegn ESB- umsókninni, en sækja hart á fyrir kosningar. Kannski leita þeir að lokum yfir í Framsókn, eða þar til Sigmundur Davíð segist munu slíta ESB-viðræðum strax? En varla gerir hann það, þar sem Framsókn líkar fylgisaukningin. 


mbl.is Framsókn með 28,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kýpur- Evra með gjaldeyrishöftum

EURO Cyprus pulling

Á Bloomberg var bent á að Evra í höftum, eins og núna á Kýpur, er í raun annar gjaldmiðill, fyrst hann er ekki nýtanlegur og skiptanlegur að vild. Hann fær því annað gengi í raun, þar sem eftirspurnin er langt umfram framboðið. Kýpur- Evra er þá orðin staðreynd.

En skuldirnar eru núna greyptar í stein í gjaldeyri, því að þrenningin (AGS/ECB/ESB) náði að þröngva banvænum björgunarpakka upp á Kýpur, áður en landinu bæri gæfa til að koma með neyðarlög að íslenskum hætti, sem var að vísu mjög erfitt þar sem þau höfðu ekki sinn eigin gjaldeyri. Þannig að þó að Kýpur færi út úr Evrunni núna til að bjarga sér, þá eru skuldirnar fastar í rammþýskri Evru.

Miðlarar halda því fram að Evran, sem er á gengi um 1,28 USD/EUR núna sé tvennslags. Annars vegar Norður- Evra með gengi um 1,70 og síðan Suður- Evra með gengi um 0,90 USD/EUR og fallandi. Bilið er alltaf að breikka og er óbrúanlegt.

Sá samruni bankamála Evrulanda sem koma á kerfum þeirra 17 landa til bjargar verður æ fjarlægari sósíalistadraumur eftir því sem nær dregur í þeirri aðgerð. Krafist er sameiginlegrar fjárlagagerðar Evrulandanna að auki, þannig að fyrir liggur að núverandi Evra á sér ekki framtíð í því formi sem hún er. Þörf er algerrar umbyltingar á grunni Evrunnar, en það yrði pólitískt sjálfsmorð ríkisstjórna Evrulanda.


mbl.is Vonast eftir betri efndum á Kýpur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. mars 2013

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband