Kýpur- Evra með gjaldeyrishöftum

EURO Cyprus pulling

Á Bloomberg var bent á að Evra í höftum, eins og núna á Kýpur, er í raun annar gjaldmiðill, fyrst hann er ekki nýtanlegur og skiptanlegur að vild. Hann fær því annað gengi í raun, þar sem eftirspurnin er langt umfram framboðið. Kýpur- Evra er þá orðin staðreynd.

En skuldirnar eru núna greyptar í stein í gjaldeyri, því að þrenningin (AGS/ECB/ESB) náði að þröngva banvænum björgunarpakka upp á Kýpur, áður en landinu bæri gæfa til að koma með neyðarlög að íslenskum hætti, sem var að vísu mjög erfitt þar sem þau höfðu ekki sinn eigin gjaldeyri. Þannig að þó að Kýpur færi út úr Evrunni núna til að bjarga sér, þá eru skuldirnar fastar í rammþýskri Evru.

Miðlarar halda því fram að Evran, sem er á gengi um 1,28 USD/EUR núna sé tvennslags. Annars vegar Norður- Evra með gengi um 1,70 og síðan Suður- Evra með gengi um 0,90 USD/EUR og fallandi. Bilið er alltaf að breikka og er óbrúanlegt.

Sá samruni bankamála Evrulanda sem koma á kerfum þeirra 17 landa til bjargar verður æ fjarlægari sósíalistadraumur eftir því sem nær dregur í þeirri aðgerð. Krafist er sameiginlegrar fjárlagagerðar Evrulandanna að auki, þannig að fyrir liggur að núverandi Evra á sér ekki framtíð í því formi sem hún er. Þörf er algerrar umbyltingar á grunni Evrunnar, en það yrði pólitískt sjálfsmorð ríkisstjórna Evrulanda.


mbl.is Vonast eftir betri efndum á Kýpur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Afar merkilegt.

Þetta er að gliðna á samskeytunum.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.3.2013 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband