Slippurinn þarf að fara

Skipahreinsun

Starfsemi Slippsinns passar engan veginn við mannvænt umhverfi hafnarinnar eins og það er orðið. Ótrúlega hávær háþrýstispúlun af baneitruðum málningarmenju- örveruúða getur t.d. aldrei samræmst hótelarekstri eða veitingasölu innan seilingar. Engin leið er að samræma þetta. Raunveruleikinn er í hróplegri andstöðu við þessa rómantísku ímynd. Léttir bátar og starfsemi í kring um þá hæfir raunveruleikanum, en slippurinn þarf að vera fjarri mannabyggðum til þess að geta stundað starfsemi sína eðlilega, án kvartana. Hljóðmengun, loftmengun og mengun hafnarinnar fylgir starfsemi slippsins og hann þarf að færa strax á viðeigandi stað. 

Aðgreining er nauðsynleg

Aðgreining svæða vegna mismunandi starfsemi er sjálfsögð vegna mismunandi eðlis starfseminnar. Óviturlegt er að valda vandræðum nær vísvitandi með lélegri skipulagshugsun, þar sem breytt er til þess að breyta, í stað þess að fylgja friðsamlegri þróun mannlífsins. 

Bílfjandsamleg skipulagsstefna borgarinnar heldur áfram, þar sem ógerningur verður að finna stæði fyrir bílinn í heimsókn á svæðið eða fyrir íbúana.  


mbl.is Blönduð byggð er málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. maí 2013

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband