Raforkan skert, sæstrengur út í hött

No electricity

Skert orkuöflun okkar ágætu lóna sýnir fáránleika sæstrengs til Evrópu. Landsvirkjun selur ákveðið orkuöryggi, en neyðist til að skammta raforku til stórnotenda við þessar aðstæður. Sæstrengur krefðist stöðugt notkunar hans, þegar við megum ekki missa meira úr landi.

Kaffi til Brasilíu? 

Þá segði einhver að við gætum keypt orku hingað, en það yrði á uppskrúfuðu verði miðað við markaðinn hér og eflaust þyrfti Landsvirkjun að blæða, þar sem hún semur um ákveðið orkuöryggi til orkukaupenda eins og Alcoa.

Löng dauð tímabil 

Sæstrengur gengur ekki upp: hann býr til vandræði á Íslandi. Uppbygging hans og rekstur gætu aldrei byggt á sölu umframorku á einstaka tímabilum, enda væri nær að bjóða hana hér til vaxtar þeirra fáu sem geta nýtt hana. Dauður tími hjá sæstrengnum, sem getur verið á löngum tímabilum eins og nú, er hreinn kostnaður og afskriftir, sem enginn með viti vill taka þátt í. Ríkið ætti amk. aldrei að taka það í mál.

Sæstrengs- stjórnir úti? 

Vonandi svæfist þetta sæstrengs- mál með fráfarandi stjórn. Þó er skilgetið afkvæmi hennar núverandi stjórn Landsvirkjunar að langmestu leyti, þannig að sæstrengurinn kraumar áfram eins og miltisbrandur. 


mbl.is Verri staða en spár ráðgerðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. maí 2013

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband