Hverjir eiga að bjarga hverjum?

Hagstofan Skuldir aldur

Við lestur Hagtíðinda Hagstofunnar vakna ýmsar spurningar um grundvallaratriði sósíalismans. Á aldrað eignafólk að greiða háskuldugum barnafjölskyldum á helsta tekjualdri milljarða? Ef ekki, hver á þá að greiða þeim? Ekki eru það eigna- og tekjulitlir einstaklingar. 

Fé frá öldruðum? 

Ef svarið er það að peningarnir til skuldajöfnunar komi frá niðurfærslum bankaskulda hrunsins, þá er féð líklega tekið helst frá lífeyrissjóðum (fyrir utan aðaleigendurna, vogunarsjóðina). Aftur er þá vegið að öldruðum. Það er sama fólkið og horfði upp á sparifé sitt verða að engu í 80's óðaverðbólgunni. 

Eignatilfærslur til skuldara 

Hagstofan eiginfe aldur

Eignatilfærslur ríkisins frá einum hópi til annars verða aldrei sanngjarnar. Annars er ekki hægt að fara eftir meginreglum efnahagslífsins, að sparnaður og varfærni séu til góðs, heldur eigi bara að taka sénsinn, hreinsa út úr eldhúsinu í fyrstu íbúðinni og flytja bara inn þegar allt er klárt fyrir Hús og híbýli. Þessar eignatilfærslur verða einungis til þess að auka misklíð á milli hópa í samfélaginu í anda Jóhönnu og Steingríms J., sem einhverjir muna kannski enn eftir.

Léttum þeim róðurinn 

Höldum friðinn, lækkum skatta og álögur og gerum þessum helstu skuldahópum, barnafjölskyldum, lífið léttara á sem flestan hátt, en ekki með því að taka fé frá þeim sem náðu að safna einhverju út lífið, þrátt fyrir verðbólgusprengjur og mistækar vinstri stjórnir í gegn um tíðina.

Hagstofan eignir aldur

 

Smellið þrisvar á línurit fyrir fulla stærð.

 

 

 


mbl.is 10% fjölskyldna eiga 41% af skuldunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. júní 2013

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband