Hverjir eiga að bjarga hverjum?

Hagstofan Skuldir aldur

Við lestur Hagtíðinda Hagstofunnar vakna ýmsar spurningar um grundvallaratriði sósíalismans. Á aldrað eignafólk að greiða háskuldugum barnafjölskyldum á helsta tekjualdri milljarða? Ef ekki, hver á þá að greiða þeim? Ekki eru það eigna- og tekjulitlir einstaklingar. 

Fé frá öldruðum? 

Ef svarið er það að peningarnir til skuldajöfnunar komi frá niðurfærslum bankaskulda hrunsins, þá er féð líklega tekið helst frá lífeyrissjóðum (fyrir utan aðaleigendurna, vogunarsjóðina). Aftur er þá vegið að öldruðum. Það er sama fólkið og horfði upp á sparifé sitt verða að engu í 80's óðaverðbólgunni. 

Eignatilfærslur til skuldara 

Hagstofan eiginfe aldur

Eignatilfærslur ríkisins frá einum hópi til annars verða aldrei sanngjarnar. Annars er ekki hægt að fara eftir meginreglum efnahagslífsins, að sparnaður og varfærni séu til góðs, heldur eigi bara að taka sénsinn, hreinsa út úr eldhúsinu í fyrstu íbúðinni og flytja bara inn þegar allt er klárt fyrir Hús og híbýli. Þessar eignatilfærslur verða einungis til þess að auka misklíð á milli hópa í samfélaginu í anda Jóhönnu og Steingríms J., sem einhverjir muna kannski enn eftir.

Léttum þeim róðurinn 

Höldum friðinn, lækkum skatta og álögur og gerum þessum helstu skuldahópum, barnafjölskyldum, lífið léttara á sem flestan hátt, en ekki með því að taka fé frá þeim sem náðu að safna einhverju út lífið, þrátt fyrir verðbólgusprengjur og mistækar vinstri stjórnir í gegn um tíðina.

Hagstofan eignir aldur

 

Smellið þrisvar á línurit fyrir fulla stærð.

 

 

 


mbl.is 10% fjölskyldna eiga 41% af skuldunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Fólk á s.s. ekki að hafa fyrir því að eignast börn?

Það er ansi hætt við að svoleiðis samfélag hnigni hratt og örugglega.

Óskar Guðmundsson, 27.6.2013 kl. 13:15

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Sú ályktun út frá þessu að ekki borgi sig að eignast börn er út í hött. Tekjukúrvan er aðallega 25-60 ára sem borgar réttilega helstu skattana. Maður leggur eðlilega verulega á sig til þess að barneignapakkinn gangi upp. Það getur gerst í óðaverðbólgu eða í góðæri. Það sem um er rætt hér er hvort aðrir aldurshópar sem upplifðu jafnvel það sama áður eigi að koma sérstaklega til bjargar öðru sinni og hversu réttlátt það kerfi sé.

Ívar Pálsson, 27.6.2013 kl. 13:55

3 Smámynd: Starbuck

Ekki gleyma því að skuldir þessa hóps brunnu upp í 70's verðbólgunni!  En, auðvitað væri réttast að bankarnir og braskararnir sem ollu hruninu borguðu fyrir leiðréttingu húsnæðislána. 

 "...heldur eigi bara að taka sénsinn, hreinsa út úr eldhúsinu í fyrstu íbúðinni og flytja bara inn þegar allt er klárt fyrir Hús og híbýli." - Það er mjög lágkúrulegt hjá þér að stimpla með þessum hætti alla sem eru í skuldavandræðum vegna húsnæðiskaupa!

"...þrátt fyrir verðbólgusprengjur og mistækar vinstri stjórnir í gegn um tíðina." - þessi setning er mjög lýsandi fyrir hina hrikalegu blindu og afneitun á raunveruleikanum sem grasserar hjá Sjálfstæðismönnum.  Reynið að vakna og axla ábyrgð á gerðum ykkar! - Hrunið var fyrst og fremst ykkur að kenna!!

Starbuck, 28.6.2013 kl. 00:32

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Ekki stimpla ég alla með setningunum að ofan, heldur bendi t.d. á það að ráðvendni var ekki beinlínis í tísku 2004-2008, þegar fjölmargir lækkuðu í raun eignarhlutann í fasteignum sínum með því að taka lán á þær á lágum vöxtum. Gert var nær grín að þeim fáu sem rembdust við að borga upp lánin sín, slíkt væri úrelt. En annað kom á daginn.

Manni brá við það að sjá hvern af öðrum hreinsa út úr húsunum og taka lán á nýtt dót, þegar vaninn var áður að vera hurðarlaus og parketlaus árum saman og stara upp í glerullina. Allavega hefur sérstakur hvati til varkárni ekki verið fyrir hendi, sama hvaða flokk maður kýs.

Síðasta stjórn flaut lengi á þessari mýtu að Hrunið hafi fyrst og fremst verið Sjálfstæðisflokknum að kenna. Hver sá sem kynnir sér efnahagssögu síðustu ára af einhverju viti sér að það stenst ekki skoðun. Það er einmitt alger blinda fyrir því umhverfi sem var í gangi allstaðar fyrir hrun. Ekki batnaði það eftir Hrun, heldur!

Ívar Pálsson, 28.6.2013 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband