Sama fylkingin vill flugvöllinn burt

Gisli Marteinn Bertarinn

Samfylkingin nær áfram að stjórna borginni með því að halda uppi vanhæfum borgarstjóra og hans gengi, en ekki síður með dyggum stuðningi Gísla Marteins Baldurssonar & Co, sem styður jafnan hverja Skandinavísku- reiðhjóla- sósíalista tillöguna af annarri sem upp kemur, eða býr þær til. Þannig viðhelst vanhæfis- fyrirkomulagið í stjórnun borgarinnar, þar sem ekki þykir fínt að vera með skipstjóra á skipinu eða að aka bílum á götum borgarinnar. Machiavelli hefði verið stoltur af þessum stjórnarháttum.

Landsfundur og borgin

Bara það að nefna Löngusker sem flugvallarkost upplýsir um þann uppátroðslu- ídealisma sem tröllríður borginni og áður landsmálunum. Þremenningarnir sem taka þátt í þessum farsa ættu aðeins að hugsa mál sitt betur. Hvað um afgerandi Landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins um flugvöllinn? Skiptir hann ekki máli frekar en í Icesave?

Stefna hvers? 

Hvað þarf Gísli Marteinn að gera til þess að fólk sannfærist um þá staðreynd að stefna hans og Samfylkingar (og þar með Besta flokksins) sé ein og hin sama? Nú tekst honum, Áslaugu og Þorbjörgu Helgu kannski að tryggja að þessi aðalskipulags- hörmung verði að raunveruleika, sem við þurfum síðan að berjast við næstu áratugina.

Vaknaðu, kjósandi! 

Vonandi vaknar hinn venjulegi kjósandi til athafna (en ekki bara upp við vondan draum) og lætur heyra í sér um þetta aðalskipulag. Fyrst þremenningarnir beita ísköldu mati, þá verður að beita því á móti. Ekkert elsku mamma.

 

 

 


mbl.is Fagna tillögu að aðalskipulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. júní 2013

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband