Óskýrir kostir í þjóðaratkvæði

Ja eda nei

Ef veiðigjaldafrumvarpið færi í þjóðaratkvæði yrðu kostirnir ansi óskýrir: annars vegar yrðu nær engin veiðigjöld kvótaárið 2013-2014 en hins vegar allt of há. Ómögulegt er að setja það í þjóðaratkvæði, þar sem niðurstaðan segði ekki neitt, vilji kjósandans kemur ekki endilega fram. Flestir vilja hófleg veiðigjöld, en Samfylkingin með dýra snilldarráðgjafann Árna Pál Árnason vill reyna að troða ósanngirni sinni áfram upp á fjöldann sem hafnaði henni og lausnum hennar.

Með því að stilla fólki upp við vegg núna, já eða nei við ofurálögum eða skattleysi, þá tækist vinstri leifunum að klúðra eðlilegri stjórnsýslu enn eina ferðina. Forsetinn þarf enn einu sinni að taka á vitleysu þeirra og snúa hana niður. Facebook- mennskan má ekki ráða lögum og lofum. 


mbl.is „Frjálst val“ forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Refir og mávar ráða ríkjum

Rebbi

Sunnudagsbíltúr um Suðurnes var skemmtilegur í rigningunni í fyrradag. Ég tók myndir af forvitnum ref nálægt Höfnum og tók eftir mávageri á tjörnum skagans en fáum ungum. Erfitt er að horfa upp á nær óheftan uppgang refs og máva á kostnað fjölbreytilegs lífríkis. Krían varði sig þó vel, þétt saman í hópum. 

Í Fljótavík á Hornströndum horfði ég eitt sinn á ref athafna sig í u.þ.bþ tíu mínútur, þar sem hann kembdi stærðar- svæði skipulega í leit að eggjum og ungum.

Við byggðina í Reykjarfirði nyrðri á Hornströndum var refurinn ágjarn, en fuglategundir komust upp í skjóli kríunnar og bóndinn vaktaði svæðið með riffli.

Í Skerjafirði horfi ég daglega á máva vakta unga æðarfuglsins, þar sem ekkert má útaf bregða. Þó er það barnaleikur á við mávagerið á tjörninni, sem óhindrað plagar alla aðra íbúa hennar í boði Jóns Gnarr.

Viðhöldum fjölbreytileika fuglalífsins á Íslandi og höldum ref og mávum á skefjum. 

Smellið þrisvar á mynd fyrir fulla upplausn. 

Refur fox Hafnir IP2013

Bloggfærslur 9. júlí 2013

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband