Vandamálaframleiðsla á færibandi

Enginn bill

Nýja línan hjá borgaryfirvöldum er: bílinn burt. Í skipulaginu nú eru íbúðabyggingar sem rúma ekki þann bílafjölda sem þeim fylgir. Þar með skapast vandamál á svæðinu, en þar er núverandi borgarmeirihluti sérfræðingarnir, með aðstoð sumra úr minnihlutanum.

Fyrir utan það að íbúarnir hafa ekki nægilega mörg bílastæði, þá verður þjónusta á jarðhæð sem ekki er hægt að heimsækja, auk þess sem bílastæði þau sem voru fyrir á byggingarstaðnum hverfa. Arkitektar fá þá skipun frá borgarskipulagi að bílastæðum skuli fækkað, án hugsunar um það hvert bílarnir eigi að fara. Götur með bílastæðum eru leystar upp í frumeindir sínar eins og Hofsvallagatan með örfáum stæðum úti á miðri götu á meðal blómakassanna á heimskautsbaugnum.

Bílastæðum stúdenta er fækkað um mörg hundruð, en það dugir ekki til þess að hreyfa við þeim í að andmæla þessarri kúgunarstefnu.

Það hljóta að vera takmörk fyrir því hve mikil vandræði við leyfum þessum mistæku pólitíkusum að skapa langt inn í framtíðina. Andmælum þessari árás á samgönguval okkar hvar sem hún finnst, en aðallega í borgarskipulaginu sem núna liggur fyrir til samþykktar.


mbl.is Hundruð íbúða rísa við gamla Slippinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. ágúst 2013

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband