Landsvirkjun framar þegnunum

Landsvirkjun agbjarn1

Samfélagsmarkmið Landsvirkjunar minnast ekki á að halda orkunni á Íslandi eða að Íslendingar njóti góðs af. Hún heldur áfram vegvillu sinni með tíma- og kostnaðarsamri rannsókn um að leiða rafmagnið burt frá Íslandi. Í Morgunblaðinu í dag heldur Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar því fram að öryggi okkar aukist með tilkomu sæstrengs, af því að við gætum keypt rafmagn frá Evrópu.

Sæstrengur gegn hagsmunum okkar 

Öðru nær: öryggi rafmagnsins hér minnkar nær örugglega með sæstreng. Dýrasti og lengsti sæstrengur rafmagns í heimi gerir kröfu um örugga orku út, ekki aðeins umframorku okkar.  Hann yrði aldrei settur niður ef hann lægi ónotaður um tíma, enginn fjárfestir fengist til þess. Hörður staðfesti að ekki standi til að ríkið eigi strenginn (og tapi þar með á honum) og því verður ekkert úr þessu nema að við tryggjum orku í hann, sem væri glapræði.

Orkukrísur á okkar kostnað 

Orkukrísur í Bretlandi eða í Evrópu valda óefað pólitískum þrýstingi á einhverjum tíma á það að við seljum þeim orku, sem þegar er búið að semja um til notkunar hérlendis. Þar með erum við þáttakendur í orkukrísum þeirra, í stað þess að njóta öruggu orkunnar í samkeppni við framleiðslu þeirra.

Vatnsorkan er með alöruggastri orku fyrir okkur, á meðan æ stærri hluti orkunets Evrópu treystir á misjafna vinda og kjarnorkuverum er lokað í Þýskalandi.

Leiðnitapið eitt verður líklega á við helming orkunotkunar íslenskra heimila. Við þyrftum að blæða all hressilega til þess að kaupa orku frá Evrópskum aðilum og ættum aldrei að þurfa þess.

Klára dæmið 

Mér er hulið af hverju Landsvirkjun heldur þessari þráhyggju um sæstreng áfram, því að ekki er það í þágu íslenskra neytenda eða iðnaðar. Þessi „hvað er í pakkanum“- stefna með sæstreng er rándýr hugsanavilla sem afvegaleiðir alvöru óskabarnið núorðið, Landsvirkjun. Nú er rétt að ljúka þessari athugun, hún er auðútreiknuð: alger della.


mbl.is Landsvirkjun birtir samfélagsmarkmið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnvel BBC minnist á kælingu

Solin kolnar Forbes

Fokið er í flest skjól þegar jafnvel BBC- "Global-Warming" sjónvarpsstöðin birtir efasemdir um heimshitunina. Næst verður það RÚV! Nei förum ekki alveg yfir um! Sólin ræður lífinu á jörðinni og sveiflast til í sólgosum sínum, sem eru nú í lágmarki. Fimbulvetrar og kuldaskeið geta orsakast af því.  Ef allir Íslendingar fara á reiðhjól og leggja bílum sínum þá kólnar líka um 0,000000001°C í viðbót í heiminum og bætir í kuldann. Við gætum jafnvel þurft að vera þá á nagladekkjum, en fáum þá eðlilega ekki frítt í hjólastæðin. 

En ef Maunder-minimum sólgosalágmark er ekki varanlegt og hræðilega heimshitunin verður ofan á, þrátt fyrir kolefnislosunarskatta Íslendinga og gráðubrotið hér að ofan, þá verður skaplegt veðurfar áfram á Íslandi og nálgast kannski það sem var þegar landnámsmenn ákváðu að skella sér hingað í batnandi veðurfari forðum. 

MaunderMinimumSunspots

BBC gat þó ekki skilið umræðuna þannig eftir að Vermitrúarmenn yrðu villuráfandi. Þau gátu þess að kolefnislosun jarðarbúa myndi vega eitthvað á móti allri þessari kælingu.

Allir út í jeppana! 


mbl.is Kaldari veður og sjaldséð norðurljós?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. janúar 2014

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband