Ábati annarra

EuropePowerGrid

Sæstrengs- draugurinn er langt frá því horfinn út í móðuna miklu, því nú reikna útlendingar út verulegan ábata af því að taka rafmagnið til Bretlands í stað þess að nýta það hér, en sleppa því að geta þess hver fær ábatann! Fjárfestarnir sem tækju þetta að sér yrðu að fá sitt, en það gerist ekki nema góð nýting verði á rafstrengnum, sem þýðir að hann hefði forgang um rafmagn umfram framleiðslufyrirtækin hér á landi, annars yrði engin samningur gerður. Útilokað er að reka svona streng aðallega á umframorku, sem er enn ein mýtan að sé gnægð af hér. Fyrir utan það hefur olían hraðlækkað í verði.

Þjóðin síðust í röðinni 

Þjóðin er síðust til þess að njóta ábatans af rafstreng. Margfeldisáhrif eru engin, bara sinnum 1! Við verðum þá í hópi með Venezúela og Nígeríu, hráefnisútflytjendur sem eru leiksoppar örlaganna en við þar að auki undir hæl orkustýringar Evrópu. Megi það aldrei verða.


mbl.is 65 milljarða ábati af sæstreng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. október 2014

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband