Fundurinn gegn lokun bar árangur

Hlidarendi og flugvollur deilisk

Fjölmennur fundur Hjartans í Vatnsmýri gegn áformum Dags & Co um að leggja niður neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar bar strax árangur. Umhverfis- og skipulagsráð hélt sinn fund í fyrradag og frestaði ákvörðuninni sem til stóð að taka. Síðan hefur Hjálmar Sveinsson formaður ráðsins komið fram og talað um misskilning og gönuhlaup, en ekkert slíkt er í gangi. Skýrt stendur í skipulaginu að það sé meginforsenda Hlíðarendabyggðar að neyðarbrautin fari. Ef götur ofl. að þessum blokkum eru samþykktar, þá þýðir það að brautin heyrir sögunni til. Of seint er að andmæla þá.

Allan sannleikann fram 

Stöðva ber Dag B. Eggertsson og borgarstjórnarmeirihlutann í þessari vel þekktu aðferð þeirra að lauma samþykktum og staðfestingum að þangað til allt er orðið of seint fyrir andstæðingana. Það tókst að stöðva stórgallaða Hverfisskipulagið með rödd fjöldans og svo núna með neyðarbrautina. En skipulags- skriðdrekinn er samt kominn á fullt að rústa rétti íbúanna til eigna sinna, frelsis í umferð um borgina og sérstaklega öllu varðandi flugvöllinn. Fylgja þarf eftir þessum málum, að ná sannleikanum út í tíma þannig að laumuskipulagið verði ekki að veruleika.


mbl.is Engin áhrif á neyðarbrautina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. október 2014

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband