Ef óþolandi, þá ferðu bara eitthvað annað!

TvöbilastaediFormaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur lýsir stefnu ríkjandi afla í borginni vel í frétt MBL í dag: „Eftir því sem göturnar verða breiðari og bílastæðin verða stærri, því meiri verður umferðin. Þannig að ég hef engar áhyggjur af því (að bílastæðahús vanti, innskot ÍP). Ef mönnum finnst þetta orðið óþolandi taka þeir kannski strætó eða labba, eða fara eitthvað annað. Þannig eru nær allar miðborgir. Í allmörgum borgum er tollur þegar ekið er inn í þær“.

Slys

Stórslysið sem stefnt er í með skipulag miðborgarinnar er eins fyrirsjáanlegt og hugsast getur. Ísjakinn blasir við beint framundan á radarnum, en samt skal stefnunni haldið, allt til loka. Tölurnar um margföldun núverandi bílastæða- vandræða eru sláandi, en Dagur og félagar virðast ákveðnir í því að miðborgin verði ekki fyrir alla Reykvíkinga eða landsmenn, sem ferðast um á bílum sínum, heldur aðallega fyrir þau fáu sem þar búa og alls ekki fyrir ferðamenn á bílaleigubílum.

Nú eru það holtin

Nú eru holtin líka tekin fyrir með sömu stefnu allt í kringum Hlemm. Þannig er hvert hverfið að öðru tekið fyrir, þannig að allt logi að lokum í ófriði á milli íbúanna í bardögum um þau fáu stæði sem eftir standa. Svar Dags er að tvöfalda sektir vegna bíla sem lagt er ólöglega, þar sem engin stæði er að fá.

Hlustað á útlendingana?

Þegar þúsundir ferðamanna hafa sett inn umsagnir á TripAdvisor um að ekki sé verandi á bílaleigubíl ef gist er í miðborginni, Holtunum eða nálægt Borgartúni, þá fer Latte- hópur Dags kannski að bregðast við, en það er þegar að verða of seint. Flæði allrar umferðar á að vera aðalatriði, svo að borgarlíkaminn haldist hraustur.

 


mbl.is Verktakar taki þátt í kostnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. desember 2014

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband