Líkir 90% Sjálfstæðisfólks við Fasista?

VB ThKG

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, einn harðasti ESB- aðlögunarsinni á Íslandi amk. síðan ársins 2006, fer gersamlega yfirum þegar henni og skoðanabræðrum hennar er eðlilega ýtt til hliðar í Sjálfstæðisflokknum, þar sem 90% standa gegn aðild að ESB. Hún kallar sig frjálslynda (að kjósa yfirvaldið í Brussel) en okkur meirihlutann Svartstakka, sem var heiti yfir morðingjahópa Fasistaflokks Mússólínís forðum. Víti jafnast víst ekki á við bræði særðrar konu, en þarna fer Þorgerður Katrín gersamlega yfir mörkin í reiði sinni yfir því að Sjálfstæðisflokkurinn og núverandi forysta hans skuli loksins fylgja samþykktum flokksins. 

Þá rifjast upp ESB-herferð Þorgerðar Katrínar og sundurlyndið sem þessi fylgispekt við Samfylkinguna olli í Sjálfstæðisflokknum og jókst ef eitthvað í Jóhönnustjórninni sem hún studdi í ESB- umsókninni og Icesave illu heilli. En að lokum varð hún undir eins og Þorsteinn Pálsson forðum, en þau særðu dýrin klóra nú í Sjálfstæðisflokkinn, sem gat ekki annað en hafnað málflutningi þeirra, þegar hann nálgaðist yfirgengilega landráðastefnu þegar verst lét. Hjálp beggja Eurokratamiðlana er þeim ómetanleg í baráttunni, RÚV og Stöðvar 2/ Fréttablaðsins.

Við kusum Sjálfstæðisiflokkinn fyrir ári til þess að hætta aðildarumsókn að ESB. Gefum stjórninni ráðrúm til þess og tökum ekki þátt í þessum örvæntingarfullu krataupphlaupum fjölmiðla, sem snúa öllum staðreyndum á haus. Ætli þeir finni ekki enn einhverja aðra manneskju sem var í Sjálfstæðisflokknum en vill enn endilega aðild að ESB? Þeir verða að flýta sér, því að svoleiðis fólki fer snarfækkandi.

 

 


mbl.is Frjálslynda fólkið að yfirgefa flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. mars 2014

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband