Dagur: Sóley eða Píratann?

Soley eda Pirat

Dagur & Co í Reykjavík fengu gott aðhald frá XD+XB, en nú fær Dagur tvo erfiða kosti: að verða undir hæl Sóleyjar VG eða Píratans Halldórs Auðar Svanssonar. Annarsvegar er það rammur umhverfis- kommúnisminn eða hinsvegar „Svarti Pétur“, sem má skilja að Píratar séu í eðli sínu, villta spjaldið (e. wild card). Ekki er valið öfundsvert.

Samanlagðir 5 borgarstjórnarfulltrúar Samfylkingar og 2 Bjartrar Framtíðar þarfnast eins frá VG eða Pírötum fyrir 8 manna meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Oddaaðstaða þessarra tveggja fulltrúa er skýr núna og athyglisvert verður að sjá hvers þeir krefjast í stjórnarmyndun, sem hlyti að falla Degi í hönd. Nú þarf fólk að skoða aðaláherslur Vinstri Grænna til þess að sjá hvar Sóley Tómasdóttir er líkleg til þess að draga sínar skýru línur. Einnig fær Píratinn Halldór 

Undir Soleyjarhael

Auðar athyglina hvað þetta varðar. Annaðhvort þeirra vill völdin þarna megin, því varla fara þau bæði yfir í Sjálfstæðis- Framsóknar- kampinn, þar sem það yrði skrautlegt, vægast sagt.

Rautt undir haelnum

En fyrir okkur sem horfðum sneypt upp á rísandi keisarann Dag fyrir kosningar er þetta huggun harmi gegn, að gengi Dags verður einmitt það allt þetta kjörtímabil, gengi dagsins.

2014 RVK kosningar urslit MBLis
mbl.is Meirihlutinn fallinn í borginni - lokatölur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. júní 2014

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband