Dagur: Sóley eða Píratann?

Soley eda Pirat

Dagur & Co í Reykjavík fengu gott aðhald frá XD+XB, en nú fær Dagur tvo erfiða kosti: að verða undir hæl Sóleyjar VG eða Píratans Halldórs Auðar Svanssonar. Annarsvegar er það rammur umhverfis- kommúnisminn eða hinsvegar „Svarti Pétur“, sem má skilja að Píratar séu í eðli sínu, villta spjaldið (e. wild card). Ekki er valið öfundsvert.

Samanlagðir 5 borgarstjórnarfulltrúar Samfylkingar og 2 Bjartrar Framtíðar þarfnast eins frá VG eða Pírötum fyrir 8 manna meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Oddaaðstaða þessarra tveggja fulltrúa er skýr núna og athyglisvert verður að sjá hvers þeir krefjast í stjórnarmyndun, sem hlyti að falla Degi í hönd. Nú þarf fólk að skoða aðaláherslur Vinstri Grænna til þess að sjá hvar Sóley Tómasdóttir er líkleg til þess að draga sínar skýru línur. Einnig fær Píratinn Halldór 

Undir Soleyjarhael

Auðar athyglina hvað þetta varðar. Annaðhvort þeirra vill völdin þarna megin, því varla fara þau bæði yfir í Sjálfstæðis- Framsóknar- kampinn, þar sem það yrði skrautlegt, vægast sagt.

Rautt undir haelnum

En fyrir okkur sem horfðum sneypt upp á rísandi keisarann Dag fyrir kosningar er þetta huggun harmi gegn, að gengi Dags verður einmitt það allt þetta kjörtímabil, gengi dagsins.

2014 RVK kosningar urslit MBLis
mbl.is Meirihlutinn fallinn í borginni - lokatölur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Umhverfiskommúnismi" Vg varðandi gjaldfrían leikskóla hefur ríkt í París í aldarfjórðung hið minnsta. Borgarfulltrúar Reykjavíkur á þeim tíma kynntust þessuu þá þar í kynnisferð og urðu ásáttir um að segja engum frá þessu hér heima, svo hræðilegt væri að vita af þessum ósóma.

"Umhverfiskommúnisminn" hjá Vg varðandi rányrkjuna og brennisteinsmengunina á Hellisheiði fékk ekki brautargengi í R-listanum, svo hræðileg tilhugsun sem það var að þar yrði farið með einnverri gát.

Já, það er ægileg tilhugsun sem nú er að sliga menn varðandi þetta hroðalega stjórnmálaafl.

Að ekki sé minnst á hugmyndir "Svarta Péturs" Pírata um netlýðræði og meira beint lýðræði, sem hefur eitrað svo út frá sér að sjálfur Styrmir Gunnarsson hinn "innvígði og innmúraði" Sjálfstæðismaður berst fyrir því.

Við lifum á skelfilega viðsjárverðum tímum.  

Ómar Ragnarsson, 2.6.2014 kl. 09:25

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Ómar kaldhæðinn í dag! Ég vitna meira í þá þvingun sem birtist í andstöðu VG við almennar samgöngur eins og bílferðir og flug. Svo fylgir maður netlýðræði eins og að birta allt opinberra aðila nema algera nauðsyn beri til. T.d. þarf að birta hugmyndir um skipulagsbreytingar osfrv. almennilega, en það hefur reynst þrautin þyngri að fá það birt og hef ég því gert það. Píratar eru kannski nær anarkismanum í þessu, eða er það bara aðalPíratinn?

Ívar Pálsson, 2.6.2014 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband