50% fleiri andvígir ESB- aðild heldur en fylgjandi

ESB roadSannarlega er afturköllun ESB- umsóknar tímabær, þar sem könnun Capacent Gallups sýnir að 50% fleiri Íslendingar eru andvígir ESB- aðild heldur en fylgjandi. Innan Reykjavíkur eru andstæðingar í naumum meirihluta en utan höfuðborgar- svæðisins eru þeir þrefalt fleiri en fylgjendur.

Þetta stuðningsleysi við ESB- aðild er það afgerandi að jafnvel sí- hikandi alþingismenn (sem vita aldrei í hvorn fótinn þeir eiga að stíga af ótta við starfsmissi) hljóta að taka tillit til þess og afturkalla umsóknina um leið og tillagan um það verður borin upp. 

En miðbæjarkjarni menntamanna mun fabúlera eins og Göbbels á sterum og afvegaleiða umræðuna svo að fjöldinn fái ekki vilja sínum framgengt. „Einn maður- eitt atkvæði“ hentar þeim ekki frekar en ESB- bræðrum þeirra. Verum viðbúin því og styðjum veiklundaða þingmenn til afstöðu með þjóð sinni.

Afturköllum ESB- umsóknina strax!


mbl.is Helmingur andvígur aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. febrúar 2015

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband