Sjálfstæði og sólmyrkvar

SolmyrkviLoksins tók ríkisstjórnin af skarið með ESB- umsóknina eftir nær tveggja ára umhugsun. Ég hafði raunar búist við þessu núna þar sem nokkuð sérstök fylgni kom í ljós á milli sólmyrkva og þess hvernig þjóðin skilgreinir sjálfstæði sitt.

Vér mótmælum allir!

Í lok júlí árið 1851 átti Þjóðfundurinn sér stað ásamt sólmyrkva. Jón Sigurðssyni og félögum tókst þar að forða þjóðinni frá innlimun í danska ríkið. En sumarið 1954 (25/5) var gerður samningur við Bandaríkin um veru varnarliðsins á Íslandi, þar sem BNA hafði áður gert ríkar kröfur en var sett undir verulegar takmarkanir þá. Sá sólmyrkvi varð 30/6 1954.

Í júlí árið 2009 vó Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. að sjálfstæðinu með umsókn um inngöngu í Evrópusambandið. Sólmyrkvinn þá var mest úti í löndum enda má segja að hann hafi ekki virkað sem skyldi hér! 

Næst verður síðan almyrkvi í Reykjavík eftir 11 ár. Við pössum þá upp á sjálfstæðið þá!Thjodfundurinn1851-BÞ-LI

 

 


mbl.is Ísland ekki lengur umsóknarríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er bara Schengen eftir

Innflytjendur MidjardarhafiBjarni Benediktsson og ríkisstjórnin stóðu sig með prýði núna til varnar sjálfstæðinu gegn aðild að ESB. Annað mál er þó eftir, sem enn á sér áhrifamikla stuðningsaðila, en það er aðild Íslands að Schengen- landamærunum. Vandræðin sem af því hljótast eru veruleg, en vinda stöðugt upp á sig þegar ESB sígur á ógæfuhliðina, Arabíska vorið snýst í harðasta vetur og landflutningar vígamanna inn í Evrópusambandið eru daglegt brauð. 

Fylgismenn Schengen hér á landi segja þetta misskilning að við náum ekki að stjórna landamærum okkar almennilega vegna Schengen, en það er enginn misskilningur að 100.000 manns fóru óskráðir inn í ESB um Miðjarðarhafið í fyrra, aðallega frá stríðshrjáðri Afríku og frá Sýrlandi.

Við sofum ella fljótandi að feigðarósi í þessu, styrkjum frekar heimavarnir, styðjum lögreglu og landhelgisgæslu hér heima, þannig að varðskipin okkar nýtist hér en ekki við stuðning á glæpastarfsemi með innflutning flóttamanna.

En ríkisstjórninni þakka ég vel unnið verk.

 


mbl.is „Ekki kúvending á utanríkisstefnu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. mars 2015

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband