Smánarblettur á ríkisstjórninni

BjarnarkloMilljarða króna sjálfskaparvítið sem ríkisstjórnin kom okkur í með því að nánast biðja um viðskiptabann á Ísland frá hendi Rússa grefur um sig. Stuðningur við viðskiptabann ætti ekki að koma frá flokki sem kennir sig við frelsi. Stjórnin biður björninn að éta okkur fyrir glataðan málstað fyrir spillt ríki sem er ekki einu sinni í Nató.

Framsóknarflokkurinn er ákveðinn í því að verða étinn upp og ætlar þar að auki að leysa málin með millifærslum. Nú reynir á Bjarna Ben. að koma okkur úr þessu víti strax, annars líst manni ekki á framhaldið.

Þar að auki dregur blessuð stjórnin okkur ekki út úr Schengen eða ESB- umsóknina til baka. Hún er ekki almennilega í lagi vegna þessa. Við sem treystum á þessa stjórn, sem gerir flest annað rétt!


mbl.is Bannið „ekkert smáhögg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. janúar 2016

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband