72,5% með flugvellinum

FlugfelagIslStuðningsmenn flugvallarins í Vatnsmýri eru 2,63 sinnum fleiri en andstæðingarnir. Þessi stuðningur nærri þriggja af hverjum fjórum landsmönnum sem afstöðu tóku verður aðeins túlkaður sem skýr stuðningur við veru vallarins og að best sé að snúa sér að öðrum þarfari málum, frekar en að reyna að snúa út úr þessum niðurstöðum.

Yfirgnæfandi stuðningur

Síðan kemur Heiða Kristín Helgadóttir í sjónvarpið með þá snilli að stuðningurinn sé að breytast og að það vanti valkosti! Ef stuðningurinn breyttist í núverandi stöðu þá er enn vitlausara það sem hún studdi, aðgerðir Dags og félaga til að bola neyðarbrautinni burt þegar andstaðan var enn meiri en nú, sem er yfirgnæfandi. Heiða Kristín lætur eins og fólk þekki ekki málið og valkostina, þegar flestum virðist ljóst að það er enginn kostur að leggja völlinn niður, enda verður hann ekki fluttur.

 

 


mbl.is Stuðningur við flugvöllinn minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. febrúar 2016

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband