Pólitíkus eða veðurstofustjóri

NASA jordinFrétt Alþjóða- veðurfræði- stofnunarinnar um loftslagið sýnir glöggt hvernig pólitíkin fór með vísindin. Nú fullyrðir forstöðumaðurinn án nokkurra refja að ástand heims- veðursins sé eins og það er vegna losunar gróðurhúsa- lofttegunda. Enginn vafi, engin hugsanleg hlutföll, bara bein yfirlýsing um orsök heimsveðursins. Sólin, sagan, vatnsgufan, virkni úthafanna og allt hitt sem hefur áhrif á þessa flóknustu jöfnu sem til er kemur málinu ekki lengur við. Hversu óvísindalegir geta menn orðið?

Loftslags- vísindasamfélagið

Síðan má sjá hvaða samfélag þetta hefur áhrif á: Samfélag loftslagsvísinda (-fólks). Nú veltir maður fyrir sér hvort kosið verði pólitískt í stöður hjá Veðurstofu Íslands, ef yfirlýsingagleði opinberra aðila verður álíka hér og erlendis. Eða eru kannski allir orðnir samdauna í loftslagsboðskapnum, Gott fólk?

“The alarming rate of change we are now witnessing in our climate as a result of greenhouse gas emissions is unprecedented in modern records,” said Mr Taalas.

“The startlingly high temperatures so far in 2016 have sent shockwaves around  the climate science community,” said David Carlson, Director of the World Climate Research Programme, which is co-sponsored by WMO.


mbl.is Fordæmalausar loftslagsbreytingar í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. mars 2016

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband