Bretar ná stjórn eigin fiskveiða

Nyja ESN fiskveidikortidÍslendingar hljóta að skilja mikilvægi þess fyrir eyland að ráða yfir fiskveiðum í lögsögu sinni. Bretar endurheimta nú það arðrænda hafsvæði umhverfis lönd þeirra sem fiskveiðistefna ESB hefur skilið eftir í rúst. Evrópusambandið vill ekki sleppa takinu fyrir nokkurn mun og nú telst „gífurleg fjarlægð“ enn á milli sjónarmiða þeirra og Breta í þessu máli, þegar rúmur mánuður er í það að nýja fiskveiðilöggjöf Breta taki gildi. Ekki breyta Bretar glænýju lögunum úr þessu. 

Eigin stjórn mála

Þá er aðallega tvennt annað smáræði útistandandi við brottför Breta úr ESB, samkeppnis- "jöfnun" sem ESB vill stunda áfram, og það hver haldi um refsivöndinn ef útgöngusamningur á milli Breta og ESB telst rofinn. En Bretar vilja geta ákveðið sjálfir hvaða reglur gilda hjá sínum 66,6 milljón þegnum, einnig um útflutning á vörum og þjónustu eins og fullvalda ríki gera, skattprósentu og hvaðeina. Verði dómsmál úr því, þá ráði þeirra dómstólar. 

Enn finnast einhverjir

Íslendingar skilja þessa afstöðu vel. Hví er það þá enn, að einhverjir hér telja það betra að ESB semji lögin okkar, ákveði landamæri okkar og dæmi í málum okkar en að við fáum að vera almennilega fullvalda ríki? Ég næ því ekki.

 


mbl.is Bretar endurheimta vald yfir veiðum í lögsögu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. nóvember 2020

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband