Bretar ná stjórn eigin fiskveiða

Nyja ESN fiskveidikortidÍslendingar hljóta að skilja mikilvægi þess fyrir eyland að ráða yfir fiskveiðum í lögsögu sinni. Bretar endurheimta nú það arðrænda hafsvæði umhverfis lönd þeirra sem fiskveiðistefna ESB hefur skilið eftir í rúst. Evrópusambandið vill ekki sleppa takinu fyrir nokkurn mun og nú telst „gífurleg fjarlægð“ enn á milli sjónarmiða þeirra og Breta í þessu máli, þegar rúmur mánuður er í það að nýja fiskveiðilöggjöf Breta taki gildi. Ekki breyta Bretar glænýju lögunum úr þessu. 

Eigin stjórn mála

Þá er aðallega tvennt annað smáræði útistandandi við brottför Breta úr ESB, samkeppnis- "jöfnun" sem ESB vill stunda áfram, og það hver haldi um refsivöndinn ef útgöngusamningur á milli Breta og ESB telst rofinn. En Bretar vilja geta ákveðið sjálfir hvaða reglur gilda hjá sínum 66,6 milljón þegnum, einnig um útflutning á vörum og þjónustu eins og fullvalda ríki gera, skattprósentu og hvaðeina. Verði dómsmál úr því, þá ráði þeirra dómstólar. 

Enn finnast einhverjir

Íslendingar skilja þessa afstöðu vel. Hví er það þá enn, að einhverjir hér telja það betra að ESB semji lögin okkar, ákveði landamæri okkar og dæmi í málum okkar en að við fáum að vera almennilega fullvalda ríki? Ég næ því ekki.

 


mbl.is Bretar endurheimta vald yfir veiðum í lögsögu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já við verðum að koma vitinu fyrir þá,svo ég orði þetta pent.

Helga Kristjánsdóttir, 27.11.2020 kl. 14:02

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Helga, góða fólkið heldur að það komi viti sínu fyrir einhverja villuráfandi sauði (eins og mig), en ég trúi því að hver og einn hljóti að hafa skynsemi til þess að meta hver fyrir sig, hvað sé réttast, þegar yfirgnæfandi staðreyndir hrópa framan í þá um málefnið. En staðreyndir eru ekki sterkasta hliðin í málflutningi ESB- sinna.

Ívar Pálsson, 27.11.2020 kl. 14:07

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Nú hlýtur Macron að reyta hár sitt, en hann hefur lengst af haldið þessari kröfu fram.

Ragnhildur Kolka, 27.11.2020 kl. 18:18

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjávarútvegur er stór atvinnugrein í Skotlandi, eins og hér á Íslandi, og meirihluti Skota vill aðild að Evrópusambandinu. cool

Þar að auki yrði fiskveiðilögsaga Skotlands um tvisvar sinnum stærri en samanlögð fiskveiðilögsaga Englands, Wales og Norður-Írlands. cool

Í aðildarsamningi Noregs og Evrópusambandsins fengu skip frá Evrópusambandsríkjunum að veiða í norskri lögsögu, enda er um sameiginlega fiskveiðiauðlind margra ríkja að ræða í Norðursjó, svo og í Eystrasalti og Miðjarðarhafinu, þar sem margar fisktegundir ganga úr einni lögsögu í aðra.

30.9.2020:

"Norðmenn og Bretar hafa náð samkomulagi um fiskveiðisamning sem tekur gildi 1. janúar næstkomandi þegar aðlögunartíma vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu lýkur.

Samningurinn kveður á um ramma um gagnkvæmar veiðiheimildir í lögsögu ríkjanna, eftirlit og rannsóknir, að því er fram kemur í tilkynningu frá norsku ríkisstjórninni. cool

Skrifað verður undir samkomulagið í London síðar í dag."

Loðna hefur gengið á milli lögsagna Íslands og Noregs við Jan Mayen Norsk skip hafa því fengið að veiða loðnu í íslenskri lögsögu og íslensk skip loðnu í norskri lögsögu.

Skip frá ríkjum Evrópusambandsins hafa hins vegar lítið veitt á Íslandsmiðum síðastliðna áratugi og fá því engan aflakvóta á Íslandsmiðum með aðild Íslands að Evrópusambandinu, nema þá að íslensk fiskiskip fengju jafn verðmætan aflakvóta í staðinn. cool

Við Íslendingar yrðum langstærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu og Norðmenn eru okkar helstu keppinautar í sölu á sjávarafurðum.

Með aðild Íslands að Evrópusambandinu falla niður tollar á öllum íslenskum vörum í Evrópusambandsríkjunum, sem stóreykur fullvinnslu hér á Íslandi á sjávarafurðum og landbúnaðarafurðum, til að mynda skyri og lambakjöti. cool

26.8.2010:

"Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi verði íslenskum og færeyskum skipum bannað að landa þar ferskum [óunnum] fiski.

Andrew Charles, fiskverkandi í Bretlandi, sagði í samtali við BBC að slíkt löndunarbann jafngilti því að loka höfnunum í Grimsby og Hull."

27.11.2020 (í dag):

Vill nýja þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta ári um sjálfstæði Skotlands

Þorsteinn Briem, 27.11.2020 kl. 18:46

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fiskveiðilögsaga Skotlands yrði um tvisvar sinnum stærri en samanlögð fiskveiðilögsaga Englands, Wales og Norður-Írlands. cool

Map showing UK's exclusive economic zones

Þorsteinn Briem, 27.11.2020 kl. 19:24

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Evrópusambandsríkin eru stærsti markaðurinn fyrir íslenskar sjávarafurðir. cool

5
.11.2020:

Verðmætustu afurðirnar til Frakklands

Við Íslendingar yrðum langstærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu, hefðum þar yfirburði í útgerð og fiskvinnslu, og Norðmenn eru okkar helstu keppinautar í sölu á sjávarafurðum. cool

http://static.mbl.is/skyringarmyndir/2009/01/sjvartvegur_6.jpg

Þorsteinn Briem, 27.11.2020 kl. 19:38

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þegar er talað um að Skotland muni ráða yfir stórum hluta af landhelgi Bretlands, ef svo færi að Skotar myndu kljúfa sig frá "Sameinaða konungdæminu", verður að skoða málin á breiðari grundvelli.

Til dæmis eru sterkar "hreyfingar" fyrir því að ef Skotland ákveður að yfirgefa "Sameinaða konungdæmið" muni Hjaltlandseyjar (Shetland) yfirgefa Skotland.

Jafnvel fleir eyjar.

Þessar eyjar myndu annað hvort vilja tilheyra hinu "Sameinaða konungdæmi" óbreytt, eða fá svipaða stöðu og Mön eða Jersey.

Hvernig ætti Skotland að geta staðið á móti því?

Það er því aldeilis óvíst um hve stóra landhelgi Skotland myndi hafa.

Að brjóta ríki upp í æ smærri einingar hefur margar hliðar.

G. Tómas Gunnarsson, 28.11.2020 kl. 02:12

8 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Ef ég skil þetta rétt Ívar, þá byggjast fiskveiðar ESB innan hvors annrs landamæra á hefð. Á Íslandi t.d. eiga engin lönd ESB hefð að fiskveiðum, ólíkt t.d. ESB landa eins og Belgíu, Hollendinga og Frakka innan lösögu Englands, væntanlega einnig á hinn veginn. Þetta atriði hefur alltaf komið upp þegar rætt er um aðild Íslands að ESB vegna fiskveiða ESB á íslandsmiðum, að ríki ESB eigi enga veiðihefð í fiskveiðilögsögu Íslands, því sé ekki möguleiki á veiðum þeirra á íslandsmiðum. Það verður að passa sig á að bera ekki saman epli og appelsínu, annarsbaragóður:)

Jónas Ómar Snorrason, 28.11.2020 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband