Valdið úr sveit í 101 Reykjavík

Velsledar-orvitinnNú fyrir jól laumar vinstri umhverfis- öfgafólk inn frumvarpi um hálendisþjóðgarð, þar sem fólkið úti um landið missir tökin á stjórn svæða sinna og völdin verða færð í báknið í miðborginni, með tryggðu inngripi hagsmunasamtaka kreddufólksins.

Tímasetningin er ekki tilviljun, því að yfirleitt svífur flest í gegn án teljandi umræðu í jólastreði og tímahraki. En þessi hörmung má ekki verða að lögum. Uppbygging fjölbreyttrar atvinnustarfsemi, ferðalaga og náttúruverndar hefur átt sér stað í fjölda áratuga á miðhálendinu, auk þess sem fallorkan er að mestu bundin þar. Ráði miðbæjargengið verður flest það bannað sem hefur átt sér stað, nema það fáeina sem Æðstaráðinu er samþykkjanlegt. Þar að auki fá fulltrúar þeirra, þjóðgarðsverðir, völd til þess að stöðva flest það sem eðlilegt þykir í dag enda eru jeppar, húsbílar, fjórhjól, vélsleðar og þyrlur eitur í þeirra beinum.

Engin ólög, takk

Það er nær ómögulegt að vinda ofan af slæmum lögum, hversu íþyngjandi sem þau eru. Því verður að hafna þessu frumvarpi um hálendisþjóðgarð, sem þarf amk. verulega umfjöllun og umsögn, áður en þetta sleppur í gegn. Sjálfstæðisflokkurinn setur verulega niður að láta þetta gerast á sinni vakt, frá flokki sem er aðeins með þriðjung af fylgi hans. Dýr þykir mér samstarfs- samningurinn ef þessu átti að hleypa í gegn frá upphafi, í ofanálág við alla skammtheimtuna og höftin sem Vinstri græn stendur fyrir, vegna andrúmsloftsins eða athafna drífandi Íslendinga, til fjörs og framfara.

 

 

 

 


mbl.is Hálendisþjóðgarður umdeildur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. desember 2020

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband