Fulltrúi Sjálfstæðisfólks

XD-samstadaBrotthvarf Eyþórs Arnalds af borgarstjórnarsviðinu kallar á verulega sjálfsskoðun hjá Sjálfstæðisfólki, þar sem Eyþór hefur verið oddviti hins almenna kjósanda, sem stendur t.d. gegn Borgarlínu, upplausn Reykjavíkurflugvallar og hruni skipulagsmála almennt í borginni.

Leiðtogi og uppstilling

Það var trú manna fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar að leiðtogakjör frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins dygði til þess að sameina hópinn í skýrri andstöðu við vinstri meirihlutann, sem valdið hefur óskunda í 15 ár, frá því að Dagur B. Eggertsson tók í raun við valdataumunum í Reykjavíkurborg. En vonirnar urðu að engu, þar sem sú uppstillingarsamsuða sem boðið var upp á að öðru leyti í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins setti næst forystunni fólk sem studdi Borgarlínuna og annað bílahatur vinstri borgarstjórnar- meirihlutans. 

Prófkjör!

Nú sækist það sama fólk eftir forystu í stað Eyþórs. Ef einhver von á að vera til þess að brjóta niðurbrotsstefnu vinstri meirihlutans á bak aftur í kosningunum næsta vor, þá verður að fara fram fullt prófkjör frambjóðenda í Sjálfstæðisflokknum, svo að kjósendur geti gefið hverjum og einum það fylgi sem honum eða henni ber og endurspeglar vonandi þarfir og langanir þorra flokksmanna, ekki fámennrar nefndaklíku flokksins.


mbl.is Eyþór Arnalds gefur ekki kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. desember 2021

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband