Hverjir nota Strætó?

MMRFlokkur-bill-ganga-straetoMMR kannaði ferðavenjur fólks á höfuðborgarsvæðinu í maí sl. Þar sést að Samfykingarfólk sker sig út að mjög mörgu leyti. T.d. notar 67% þess aðallega bíl, gangandi 19%, en með 7% með Strætó. En Strætóferðir Sjálfstæðisfólks, Vinstri-grænna, Pírata og Viðreisnarfólks standa allar í 4% hópsins með Strætó sem aðal- ferðamáta. Bílnotkun þess hóps er 83%, 73%, 72% og 78% í sömu röð, þótt halda mætti annað á málflutningi vinstri flokkanna gegn bílnotkun og bílastæðum.

Flokkur fólksins er þannig að 29% notar aðallega Strætó en Sósíalistar 12%. Enginn Miðflokksmaður notar Strætó sem aðal- ferðamáta í maí en 100% þeirra eru á bíl.

Eltast við 4% hópinn

Í ljósi alls þessa er eltingaleikurinn hjá Sjálfstæðisflokki og öðrum við yfirlýst ferðamynstur Samfylkingar, Strætó, hlálegur þar sem ljóst er að 4% hópsins er fasti sem hefur verið eins á hverju ári sem milljörðum króna er mokað í að auka við hann. Hvað þá Borgarlína, Strætó á sterum, sem mun engu breyta með allri sinni tugþúsunda milljóna króna sóun.


mbl.is Ákvörðun Eyþórs kom mjög á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. desember 2021

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband