Hverjir nota Strætó?

MMRFlokkur-bill-ganga-straetoMMR kannaði ferðavenjur fólks á höfuðborgarsvæðinu í maí sl. Þar sést að Samfykingarfólk sker sig út að mjög mörgu leyti. T.d. notar 67% þess aðallega bíl, gangandi 19%, en með 7% með Strætó. En Strætóferðir Sjálfstæðisfólks, Vinstri-grænna, Pírata og Viðreisnarfólks standa allar í 4% hópsins með Strætó sem aðal- ferðamáta. Bílnotkun þess hóps er 83%, 73%, 72% og 78% í sömu röð, þótt halda mætti annað á málflutningi vinstri flokkanna gegn bílnotkun og bílastæðum.

Flokkur fólksins er þannig að 29% notar aðallega Strætó en Sósíalistar 12%. Enginn Miðflokksmaður notar Strætó sem aðal- ferðamáta í maí en 100% þeirra eru á bíl.

Eltast við 4% hópinn

Í ljósi alls þessa er eltingaleikurinn hjá Sjálfstæðisflokki og öðrum við yfirlýst ferðamynstur Samfylkingar, Strætó, hlálegur þar sem ljóst er að 4% hópsins er fasti sem hefur verið eins á hverju ári sem milljörðum króna er mokað í að auka við hann. Hvað þá Borgarlína, Strætó á sterum, sem mun engu breyta með allri sinni tugþúsunda milljóna króna sóun.


mbl.is Ákvörðun Eyþórs kom mjög á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Sæll Ívar

Kemur þér á óvart að kjósendur skiptist með þessum hætti? Stuðningsfólk flokks fólksins er að líkindum flest efnaminna fólk? Við sjálfstæðismenn höfum löngum hugað að þörfum þess fólks. Þótt ég og þú keyrum um viljum við líka huga að hinum; eða hvað? Þeir sem minna mega sín eiga líka sinn rétt. Ekki gleyma því Ívar. Ef ég ekki þekkti þig og allt þitt fólk og tengdafólk svo vel að góðu einu kynni ég að álykta sem svo að þú værir hrokagikkur, fæddur með silfurskeið. - Ívar, íhugaðu skrif þín betur eins og þú átt kyn til.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 22.12.2021 kl. 23:16

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Einar Sveinn, ég er ekki að tala niður til eins eða neins, bara að birta staðreyndir, sem vert er að endurskoða eins og þú ert verulega fær til. Menn setja sig á háan hest og búa til almenningskerfi sem aðrir eiga að nota, ekki þeir sjálfir. Helst vildi ég að þau sem þurfa á þessu að halda, skjólstæðingar félagshjálpar ofl. fengju öðruvísi og skilvirkari lausnir, t.d. aðgangskort í rafmagns- leigubíla sem búið væri að bjóða út. 

Strætókerfið er ekki lengur virkt, miðað við allan þann fjáraustur sem í það fer og þar að auki hækkað fargjald á aldraða og táninga um 60%! Þessi skrif voru til þess að sýna fólki hræsnina sem í því felst að búa til hrikalega óskilvirkt og rándýrt kerfi, Borgarlínuna, sem það ætlar ekkert að nota sjálft nema í pólitískum tilgangi, en rústar í leiðinni samgöngum þorra fólks um höfuðborgarsvæðið. Ef þarfir þess fólks sem þú nefnir eru í fyrirúmi, þá er þeim best mætt með allt öðrum hætti.

Ívar Pálsson, 23.12.2021 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband