Borgarlínukonur styðja hver aðra

GledibodskapurManni fallast hendur við það að sjá yfirlýstar stuðningskonur Borgarlínu sækjast eftir yfirstjórn borgarinnar í nafni Sjálfstæðisflokksins, í hróplegu ósamræmi við vilja þorra kjósenda hans. Þær vilja halda áfram hörmungarferð liðinna ára, þar sem skipulagsslys og samgöngutregða voru samþykkt og rándýri eltingaleikurinn við 4% fólksins heldur áfram í margfeldi sínu.

Gefum Katrínu Atladóttur orðið: "Góðar al­mennings­sam­göngur þurfa að vera á­reiðan­legar, tíðar, hrað­virkar, að­gengi­legar og þægi­legar. Borgar­línan hefur þetta allt saman." 

Borgarstjóri Borgarlínu?

Hildur Björnsdóttir sækist núna eftir 1. sæti XD listans. Sem borgarstjóri myndi þessi stuðningskona Borgarlínu ekki bæta samgöngur í Reykjavík, allra síst fyrir flokksmenn sína á nýju nýorkubílunum sínum. 

Frasar á fullu

Hvað er það sem veldur að sumar konur í forystu Sjálfstæðisflokksins í borginni halda áfram að eltast við það sem þær virðast halda að sé til vinsælda, hversu út úr kú sem það er, eins og Borgarlína og 15 mínútna hverfi? Frasarnir eru farnir að vella upp úr þeim núna, alveg eins og Dagur B. Eggertsson hafi laumað óska- jólalistanum inn á borð þeirra. Samfylkingin hlýtur að hafa skálað í kampavíni eftir framboðsræður Hildar Björnsdóttir í sjónvarpinu í gærkveldi og einlægan stuðning Katrínar Atladóttur við Hildi.

Varúð

Ég er hræddur um að Sjálfstæðisfólk verði að gyrða sig í brók fyrir vorið, svo að það minni ekki örlítið á önnur fræg vor, hið arabíska eða í Prag. Margir vegfarendur í Reykjavíkurborg eru þungt hugsi vegna kúgunaráætlana meirihlutans í samgöngumálum borgarinnar. Leyfum skynseminni að ráða, ekki stuðningfólki Borgarlínu og 15 mínútna bílastæðalausra hverfa.

 


mbl.is Lýsir yfir stuðningi við Hildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. desember 2021

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband