Borgarlínukonur styðja hver aðra

GledibodskapurManni fallast hendur við það að sjá yfirlýstar stuðningskonur Borgarlínu sækjast eftir yfirstjórn borgarinnar í nafni Sjálfstæðisflokksins, í hróplegu ósamræmi við vilja þorra kjósenda hans. Þær vilja halda áfram hörmungarferð liðinna ára, þar sem skipulagsslys og samgöngutregða voru samþykkt og rándýri eltingaleikurinn við 4% fólksins heldur áfram í margfeldi sínu.

Gefum Katrínu Atladóttur orðið: "Góðar al­mennings­sam­göngur þurfa að vera á­reiðan­legar, tíðar, hrað­virkar, að­gengi­legar og þægi­legar. Borgar­línan hefur þetta allt saman." 

Borgarstjóri Borgarlínu?

Hildur Björnsdóttir sækist núna eftir 1. sæti XD listans. Sem borgarstjóri myndi þessi stuðningskona Borgarlínu ekki bæta samgöngur í Reykjavík, allra síst fyrir flokksmenn sína á nýju nýorkubílunum sínum. 

Frasar á fullu

Hvað er það sem veldur að sumar konur í forystu Sjálfstæðisflokksins í borginni halda áfram að eltast við það sem þær virðast halda að sé til vinsælda, hversu út úr kú sem það er, eins og Borgarlína og 15 mínútna hverfi? Frasarnir eru farnir að vella upp úr þeim núna, alveg eins og Dagur B. Eggertsson hafi laumað óska- jólalistanum inn á borð þeirra. Samfylkingin hlýtur að hafa skálað í kampavíni eftir framboðsræður Hildar Björnsdóttir í sjónvarpinu í gærkveldi og einlægan stuðning Katrínar Atladóttur við Hildi.

Varúð

Ég er hræddur um að Sjálfstæðisfólk verði að gyrða sig í brók fyrir vorið, svo að það minni ekki örlítið á önnur fræg vor, hið arabíska eða í Prag. Margir vegfarendur í Reykjavíkurborg eru þungt hugsi vegna kúgunaráætlana meirihlutans í samgöngumálum borgarinnar. Leyfum skynseminni að ráða, ekki stuðningfólki Borgarlínu og 15 mínútna bílastæðalausra hverfa.

 


mbl.is Lýsir yfir stuðningi við Hildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Ívar.

Allt satt og rétt hjá þér, eins og hver heilvita maður ætti að sjá og gera sér grein fyrir hér í nepjuni og fámenninu.

Jónatan Karlsson, 9.12.2021 kl. 07:08

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Þessar konur hafa verið að vinna gegn hagsmunum borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins og hagsmunum kjósenda hans í ansi mörgum málum. Þær hafa ekki stutt formanninn og í raun staðið gegnum honum. Skil ekki af hverju þær fari ekki beint í framboð hjá Samfylkingunni? 

Birgir Loftsson, 9.12.2021 kl. 08:34

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, það er á brattann að sækja að standa gegn Borgarlínunni, þegar stærsti andstöðuflokkurinn er alsetinn stuðningskonum hennar. Þetta gerist þrátt fyrir það að helmingur borgarbúa ætlar aldrei að nota Borgarlínu og tugir prósenta aðeins 3-5 sinnum í mánuði! Þá getur hún ekki borgað sig. Hvílík siðfræði að hækka svo Strætógjaldið á aldraða og táninga um 60%. Batteríið tapar svo peningum fram og til baka, en rekstur þess er ekki inni á fjárhagsáætlun.

Ívar Pálsson, 9.12.2021 kl. 09:30

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Bjartsýnin með Borgarlínuna kom berlega í ljós í gær þegar falleg brú var kynnt yfir Fossvog.
Áætlað að opna brúna í lok árs 2024 - en ekkert vitað um kostnað!

Er ekki löngu búið að hanna í smáatriðum Sundabrú

Grímur Kjartansson, 9.12.2021 kl. 09:39

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Sjálfstæðisflokkurinn er hættur að vera sjálfstæðisflokkur. Hann hefur verið yfirtekin af laumukommum, glópalistum. Bjarni B Guðlaugur Þór haf verið vinna fyrir einhverja aðra en kjósendur sína undanfarin tíu ár hið minnst. Sama virðist vera að gerast í sveitastjórnum. Top down bylting kommanna er raunveruleg á íslandi eins og annarsstaðar á vesturlöndum.

Guðmundur Jónsson, 9.12.2021 kl. 11:01

6 Smámynd: Ívar Pálsson

83%b XD-kjósenda ferðaðist um höfuðborgarsvæðið aðallega á bíl skv. MMR í maí sl., en 4% með strætó. Frambjóðendur eiga ekki að hunsa vilja kjósenda sinna. M.a.s. tveir þriðju hlutar Samfylkingarfólks nota helst bílinn, 19% ganga en 7% í strætó í maí. Fróðlegt væri að sjá desember einhvern tíma. Miðflokksfólkið ferðaðist 100% á bíl, ekki öðruvísi!

 https://astromix.blog.is/album/Skyringamyndir/image/1391364/

Ívar Pálsson, 9.12.2021 kl. 11:30

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Nokkrar aðrar tölur um afgerandi skoðanir XD- kjósenda: 2,5 sinnum fleiri telja að Borgarlína muni ekki draga úr töfum í umferð, en hinir sem telja svo. 7,7 sinnum fleiri eru andvígir lækkun á hámarkshraða en hinir sem vilja lækkun. 4,4 sinnum fleiri telja að bætt stofnbrautakerfi dragi úr umferðartöfum heldur en Borgarlína myndi gera. 31 sinnum fleiri telja að útskot á strætóstöðvar sé betri en hinir sem telja að stöðva eigi umferð!

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg ættu að hafa þetta og fleira á hreinu.

Ívar Pálsson, 9.12.2021 kl. 12:59

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

 Málflutningur þessara tveggja kvenna, sem sjálfsagt eru vel starfi sínu vaxnar, minna nokkuð á málflutning annars lítins og ljóshærðan fulltrúa Sjálfstæðisflokks, hér um árið. Allt er þetta ágætis fólk, bara í vitlausum flokki. Hildur myndi sóma sig vel sem arftaki Dags, fyrir Samfylkinguna.

Gunnar Heiðarsson, 10.12.2021 kl. 00:27

9 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Gísli Marteinn nánast kom af stað hefð í því að hunsa niðurstöður Landsfundar Sjálfstæðisflokksins í skipulagsmálum borgarinnar. Þær voru duglegar við það, Áslaug, Hildur Sverris og svo núna Hildur Björns og Katrín. Sú stefna setur trygga flokksmenn í vanda.

Ívar Pálsson, 10.12.2021 kl. 18:02

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Brsndarinn meðp brúna er með hæhjólandi öðru megin og hraðhjólandi hinumegin,Bara ekki bíla. Hildur hlýtur að vera ofsakát yfir þessu með Borgarlínuna í miðjunni

Halldór Jónsson, 10.12.2021 kl. 18:48

11 Smámynd: Halldór Jónsson

hæghjólandi .

Hvert er gamli flokkurinn minn og Davíðs kominn?

Halldór Jónsson, 10.12.2021 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband