Nauðung, ekki valkostur

Trodast i bilinnVeruleg vonbrigði urðu við lestur greinar Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, „Fröken Reykjavík“ í Morgunblaðinu í dag, þegar kom að samgöngumálum í borginni. Annað í greininni var úr þeirri ágætu frelsisátt sem vonast var eftir, en forðast var að minnast á Borgarlínu eins og hún væri Valdemort í Harry Potter.

Bjóða beri upp á valfrelsi, óháð því hvort íbúar velji að ferðast með bíl, strætó eða á hjóli. „Það gerist ekki með þvinguðum samgöngumáta, heldur vönduðu skipulagi þar sem ýtt er undir valfrelsi borgarbúa“. Fólk komist á milli staða á þann máta sem hentar þeim best. „Það felur vissulega í sér uppbyggingu á innviðum, svo sem almenningssamgöngum, hjólreiðastígum og vegum. Þá er ekki hægt að undanskilja einn samgöngumáta á kostnað annars.“

Rými er takmörkuð gæði

Þarna liggur hundurinn grafinn. Þorri borgarbúa (75%) kýs að ferðast með bílum, 4% með ofurniðurgreiddum Strætó, en reiðhjóli eftir árstíðum. Metsala er í nýorkubílum, sem eykur hlutfall þeirra. Samt verða þeir ferðalangar þvingaðir í æ þrengri rásir veganna, því að stefnan er að þröngva Strætó upp á fólk með illu, með ofboðslegum kostnaði og umferðarstíflum. Valkostur fjöldans er hunsaður, en hugmyndafræði 4% elítunnar dásömuð.

Ekkert val

Hvernig fær fólk með frelsisást sig til þess að samþykkja þessa afarsamninga Borgarlínunnar? Ekkert gengur upp, kostnaður, reynslan, markmið, hvaðeina. Valkostur nýorkubílanna gleymist algerlega. Vetnisvæðing Íslands verður sannarlega ekki að veruleika á þennan hátt.

Herkostnaðurinn við það að stjórna með sósíalistum er alltof hár, fyrst þetta er niðurstaðan úr „samstarfinu“. Áslaug Arna, komdu okkur út úr Borgarlínufárinu með góðu eða illu. Annars verður Fröken Reykjavík gjaldþrota og fer á sósíalinn.


mbl.is Uppbygging á grænni borg fyrir 300 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. febrúar 2021

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband