Aðgerðir strax, neyðin kallar

KoronaveiraÍsland má ekki við því lengur á þessari ögurstundu að vera taglhnýtingur Evrópusambandsins í samningum um bóluefni vegna kófsins. Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra hefur verið leyft að láta okkur dingla í ESB með smánarkvóta bóluefnis seint og illa í mesta klúðri þeirra allra tíma, með þeim afleiðingum að samningar við Pfizer um ókeypis bóluefni fyrir meginþorra okkar á 2-3 vikum renni okkur úr höndum. Hafi einhvern tíma verið ástæða til þess að virkja neyðarrétt í samningum Íslendinga, þá er það núna gagnvart ESB, þegar líf eða heilsa sannarlega hundraða manna eru lögð að veði.

Andstæðir hagsmunir

Hagsmunir ríkja ESB og Íslands fara engan veginn saman í þessum samningum. Stórkostleg neyð sumra þeirra, eins og Portúgal núna, kallar á allt það bóluefni sem fáanlegt er í gegn um ríkjasambandið. Neyðarréttur þeirra væri að benda á smitleysi Íslendinga til þess að fresta enn frekar afhendingum hingað. Alveg öruggt er að við komumst ekki framarlega í þeirri eilífðarröð sem ESB skóp með skipulegu vanhæfi sínu. Sambandið samþykkir ekki bóluefni frá framleiðanda mánuðum saman og segir það ekki almennilega rannsakað fyrir eldra fólk, á meðan ESB heimtar að framleiðandinn standi við afhendingar í samræmi við samninginn sem var gerður í upphafi!

Stígum niður fæti

Sannað þykir að jafnvel dómur Hæstaréttar fær ekki Svandísi Svavarsdóttur til þess að framkvæma rétt sem ráðherra, þegar hún neitaði að staðfesta þær samþykktu virkjanir sem hefðu fært Suðurnesjum orku til athafna forðum. Nú verða samstarfsflokkar VG, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur að sýna þann dug að heimta gerð Kárasamningsins við Pfizer, þótt það þýði að ömurlegu bóluefnasamningarnir við ESB fari upp í loft fyrir vikið. Nýjar og verri útgáfur kórónuveirunnar mega ekki ná fótfestu hér. Ekkert sleifarlag, lífið liggur við.


mbl.is Ekkert hæft í þrálátum orðrómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. febrúar 2021

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband