Nagladekk í Sahara og á söndum Suðurlands

Sahara-rykUppruni svifryks í Reykjavík hefur aðallega verið sandarnir á Suðurlandi og aska af heiðunum, sérstaklega eftir eldgosin 2010 og 2011. Nú bættist gosið í Geldingahrauni við, þótt ekki sé það öskugos, en hefur oft náð að senda okkur góðar spýjur, eins og sést á svarta bílnum okkar í þurrum SV-áttum og á svörtu skýjaþykkni frá eldstöðvunum.

Ísland er rykland

Úr frétt Morgunblaðsins í dag: "Ísland er helsta upprunasvæði ryks í Evrópu. Hér eru 44.000 ferkílómetra eyðimerkur og að meðaltali er jarvegsfok hér í 135 daga á ári."..."Hægt er að greina með sérstökum tækjabúnaði hvaðan rykið er komið og meir að segja hvar á Íslandi einstök rykkorn eru upprunnin".  

Rannsaka rykið

Áður en meirihluti borgarstjórnar, Dagur & Co., grípur til frekari aðgerða og skattlagningar til þess að draga úr öryggi borgarbúa vegna nagladekkjanotkunar þeirra ætti hann að láta rannsaka svifryk gatna á ofangreindan hátt og sjá hvað safnast mikið ryk á götu sem þrifin var áður en austan eða suðaustan rok kom af heiðunum og svo eftirá.

Einhvern veginn á ég ekki von á því að sú rannsókn verði gerð.


mbl.is Rykagnir frá Sahara fjúka oft til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. júní 2021

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband