Sjálfskipuð vandræði Sjálfstæðisflokksins

BlarRaudurSkaliErfitt er að horfa upp á þessa vinstristjórn sem flest stefnir í, þegar haft er í huga af hverju áður líklegir kjósendur Sjálfstæðisflokksins (XD) eru hikandi við að kjósa hann. 

Sjálfstætt fólk er alveg upp að vegg í þessu máli. Eltingaleikur yngri kvenna í flokknum við miðjuna núna endurspeglar sömu vandræðin og þær komu Reykjavíkurborg í: að samþykkja Borgarlínu og að hampa loftslagsmálum, með öllum þeim sköttum og óþarfa hömlum sem þeim fylgja. Fyrir vikið er afar erfitt að kjósa flokkinn, þar sem í því felst samþykki á áætlun forystukvennanna. Þar að auki er mörgum helstu forsvarsmönnum hægri stefnu ýtt til hliðar, en maður getur samþykkt nær allt sem frá þeim kemur.

Fundurinn stóð gegn Borgarlínu

Ágætur aðalfundur Sjálfstæðisfélagsins í Nes- og Melahverfi með metmætingu í Valhöll fyrir stuttu sýndi hve raunveruleg andstaða við Borgarlínu er innan flokksins, jafnvel innan hálfsósíalíska Vesturbæjarins, þar sem fólk er komið á rafmagnsbíla eða reiðhjól að hætti Gísla Marteins. Þar var vel afgerandi (um 80%) stuðningur við ályktun um að hafna áætlunum um Borgarlínu á þessari stundu. Þeirri ályktun er ekki beinlínis hampað í baráttunni. 

Ríkið ræður þessu

Borgarlína kemst ekki á koppinn nema ríkið komi þar verulega að. Aðgerðirnar hafa afgerandi neikvæð áhrif á daglegt líf langflestra kjósenda eftir þessar kosningar, á meðan ábatinn á endanum er fyrir 4% fólksins, sem allt miðast við. Komið frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í skilning um það að þau verða að setja þetta Borgarlínuskrímsli á bið, ella verði ekki um XD að ræða núna. Auk þess er loftslagsfárið algert.


mbl.is Framsóknarflokkur í lykilstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. september 2021

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband