Smá hik í yfirganginum

BlokkirBlokkirKönnun Gallups varðandi kúgunaráætlanir Dags & Co með Bústaðaveg og Miklubraut við Háaleiti sýndi svo afgerandi andstöðu íbúanna að hætta varð við Bústaðavegar- ævintýrið núna á kosningaári, sem smjörklípa til þess að Borgarlínan festist frekar í sessi. 83% fleiri íbúar af þeim sem afstöðu tóku voru andvígir áætlununum um Bústaðaveg en þeir sem fylgdu þeim.

Andstaða við Miklubraut líka

Af þeim sem afstöðu tóku voru 45% fleiri andvígir þéttingu byggðar og fjölgun íbúða við Miklubraut hjá Háaleitisbraut, heldur en þau sem voru fylgjandi þeim ósköpum. Þegar spurt var um samgöngur þar, voru 76% fleiri fylgjandi greiðari bílaumferð heldur en þau sem leggja meiri áherslu á gangandi og hjólandi vegfarendur á þessu svæði við Miklubraut. Augljóslega eru þær fyrirætlanir ekki vel ígrundaðar gagnvart íbúunum, sem hafa mótmælt hástöfum.

Spyrjum um Borgarlínu

Óskandi væri að álíka spurningum yrði beint að þolendum Borgarlínu- ævintýrisins. En það verður ekki gert fyrir kosningarnar í vor.

Hér er tengill á könnunina: https://www.reykjavik.is/sites/default/files/gallum_vidhorfskonn_haaleiti_bustadir_131221lokag.pdf

 

 

 


mbl.is Tillögur að þéttingu við Bústaðaveg lagðar til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. janúar 2022

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband