Smá hik í yfirganginum

BlokkirBlokkirKönnun Gallups varðandi kúgunaráætlanir Dags & Co með Bústaðaveg og Miklubraut við Háaleiti sýndi svo afgerandi andstöðu íbúanna að hætta varð við Bústaðavegar- ævintýrið núna á kosningaári, sem smjörklípa til þess að Borgarlínan festist frekar í sessi. 83% fleiri íbúar af þeim sem afstöðu tóku voru andvígir áætlununum um Bústaðaveg en þeir sem fylgdu þeim.

Andstaða við Miklubraut líka

Af þeim sem afstöðu tóku voru 45% fleiri andvígir þéttingu byggðar og fjölgun íbúða við Miklubraut hjá Háaleitisbraut, heldur en þau sem voru fylgjandi þeim ósköpum. Þegar spurt var um samgöngur þar, voru 76% fleiri fylgjandi greiðari bílaumferð heldur en þau sem leggja meiri áherslu á gangandi og hjólandi vegfarendur á þessu svæði við Miklubraut. Augljóslega eru þær fyrirætlanir ekki vel ígrundaðar gagnvart íbúunum, sem hafa mótmælt hástöfum.

Spyrjum um Borgarlínu

Óskandi væri að álíka spurningum yrði beint að þolendum Borgarlínu- ævintýrisins. En það verður ekki gert fyrir kosningarnar í vor.

Hér er tengill á könnunina: https://www.reykjavik.is/sites/default/files/gallum_vidhorfskonn_haaleiti_bustadir_131221lokag.pdf

 

 

 


mbl.is Tillögur að þéttingu við Bústaðaveg lagðar til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það stefnir allt í mikla varnarbaráttu hjá Degi og Co
enda fjölmörg sóknarfæri eftir margvísleg klúður og bruðl t.d.
10 000 000 000 Stafræn Reykjavík sem engu hefur skilað

Grímur Kjartansson, 12.1.2022 kl. 21:16

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Af nógu er að taka, en andstaðan þarf að vera leidd af einhverjum sem er ekki sammála Degi og er viljug(ur) til þess að hnekkja 20 ára skipulagsrugli hans.

Ívar Pálsson, 12.1.2022 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband