Sóttkví hætti

Hendur-rimlarOfursmitandi Omicron veiran er komin á það stig dreifingar hér að ekki verður hægt á fljótinu, hvað þá stöðvað. Sóttkví er tilgangslaus við þessar aðstæður þegar til lengdar lætur og smitrakning þar með. Fyrst langflestir eru þrí- bólusettir (og fengju þar með flestir vægari afleiðingar Omicron- smits) og langflestir smitaðra fá væg einkenni, eins og ég og mín fjölskylda á þessari stundu, þá er einungis þörf að sinna þeim sem fá erfiðustu einkennin.

Fullfrískir í lás

Enginn veit á hverri stundu hver Covid- smitaðra verður alvarlega veikur, það kemur bara í ljós. En að halda yfir 7000 manns fullfrískum í sóttkví eða smituðum í langri einangrun gengur ekki upp. Smitin æða um, þannig að ríkisaðgerðir gegn þegnunum eru ekki líklegar til takmörkunar smita.

Niðurstaða síðustu veirulotu er klárlega á þann veg, að aðgerðir yfirvalda til takmörkunar smita hafa nær engin áhrif og því ber að hætta þeim strax. Tökum vel á afleiðingunum.

Svo mætti einangrun alveg vera fimm dagar eins og í BNA, ekki 7 dagar eins og í ESB. Hljóta að vera sömu vísindin.

 


mbl.is Fyrri reglur áfram í gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. janúar 2022

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband