Sóttkví hætti

Hendur-rimlarOfursmitandi Omicron veiran er komin á það stig dreifingar hér að ekki verður hægt á fljótinu, hvað þá stöðvað. Sóttkví er tilgangslaus við þessar aðstæður þegar til lengdar lætur og smitrakning þar með. Fyrst langflestir eru þrí- bólusettir (og fengju þar með flestir vægari afleiðingar Omicron- smits) og langflestir smitaðra fá væg einkenni, eins og ég og mín fjölskylda á þessari stundu, þá er einungis þörf að sinna þeim sem fá erfiðustu einkennin.

Fullfrískir í lás

Enginn veit á hverri stundu hver Covid- smitaðra verður alvarlega veikur, það kemur bara í ljós. En að halda yfir 7000 manns fullfrískum í sóttkví eða smituðum í langri einangrun gengur ekki upp. Smitin æða um, þannig að ríkisaðgerðir gegn þegnunum eru ekki líklegar til takmörkunar smita.

Niðurstaða síðustu veirulotu er klárlega á þann veg, að aðgerðir yfirvalda til takmörkunar smita hafa nær engin áhrif og því ber að hætta þeim strax. Tökum vel á afleiðingunum.

Svo mætti einangrun alveg vera fimm dagar eins og í BNA, ekki 7 dagar eins og í ESB. Hljóta að vera sömu vísindin.

 


mbl.is Fyrri reglur áfram í gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Einfaldlega sammála þér.

Jónatan Karlsson, 2.1.2022 kl. 22:53

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og hætta ÖLLU þessu kjaftæði.  Við erum komin með "HJARÐHEGÐUN" fyrir löngu síðan en vantar að fá "HJARÐÓNÆMI" en það virðist vera nokkuð djúpt á því og að mínu áliti fáum við það ekki nema að gefa allt frjálst og leyfa þessari fjandans veiru bara lausan tauminn enda er hún bara orðin eins og venjuleg flensa og fullhraust fólk finnur varla fyrir þessu.  Nú þegar búið er að sýna fram á það að "bólusetningarnar" eru gagnslausar með öllu gegn þessari veiru, reyndar halda, þeir sem eru hvað harðastir í því að halda sprautunum að fólki að "örvunarbólusetningin" sé allra meina bót´MEÐAN EKKI VERÐUR HÆGT AÐ SÝNA FRAM Á ANNAÐ.  HVER SKYLDI VERÐA SÖGÐ ÁSTÆÐAN FYRIR ÞVÍ AÐ FÓLK VERÐI AÐ TAKA FJÓRÐU SPRAUTUNA??????  

 

Jóhann Elíasson, 3.1.2022 kl. 12:49

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jóhann.

Fólki verður væntanlega sagt að það verði að fá fjórðu til að geta svo fengið fimmtu o.s.frv. því annars missa þau af hjörðinni.

FOMO = fear of missing out.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.1.2022 kl. 20:33

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

"Bólusetningar" gegn kóvid snýst ekki um að koma í veg fyrir alvarleg veikindi heldur snýst það um að veikja ónæmiskerfi hins almenna borgara, þannig að þegar "bólusettur" veikist af nærri hverju sem er t.d. fær kvef, þá ræður ónæmiskerfi líkamans ekki við veikindin og allar líkur á að viðkomandi láti lífið. Svona eru lýsingar ýmissa alvöru sérfræðinga, þeirra sem hafa unnið við rannsóknir sem snúa að veirum, ónæmi og bóluefnum.

Á bak við þetta allt saman er siðblint fólk sem kaupir og hótar til að ná sínu fram. Vilhjálmur Hlið hefur margoft lýst því yfir að það þarf að fækka fólki á jörðinni og bólusetningar 7 milljarða jarðarbúa væri góð leið á þeirri vegferð.

Fólk þarf að fara að vakna upp og sjá í hvaða óefni stefnir, því innan fárra ára mun fjöldi fólks hrynja niður, börn munu ekki fæðast þar sem búið er að koma í veg fyrir getu kvenna til að ganga með börn, það er hluti af því sem innifalið er í sprautunni.

Tómas Ibsen Halldórsson, 3.1.2022 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband