Göturnar leiða til bílastæða

Rafmagnsbilar i hledsluÉg fæ ekki skilið hvernig Hildur Björnsdóttir, frambjóðandi í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnar- kosningunum framundan, fékk sig til þess að styðja tillögu meirihlutans í borginni nýverið um 3000 bílastæða fækkun í miðborginni. Þetta gerðist í blóra við vilja flokksins og er skýr stuðningur við óheillastefnuna við lýði í borginni, að úthýsa bílum, sama þótt þeir séu rafmagnsbílar eður ei. Sú gerð er raunar plássfrekari en aðrir, þannig að auka ætti við pláss undir bílastæði ef eitthvað er, ekki að taka þau burt.

Gegn skipulagi Dags

En hver er sinnar gæfu smiður. Það og fagurlega orðaður stuðningur við Borgarlínu og 15 mínútna bílastæðalaus hverfi er klárlega ekki sú stefna sem oddviti Sjálfstæðisflokksins þarf að fylgja til þess að við eigum möguleika að brjóta áralanga villistefnu Dags & Co. í skipulagsmálum á bak aftur. Ég gleðst yfir því að mótframbjóðandinn um oddvitasætið, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir er með þetta á hreinu í Viðskiptablaðinu: 

"Það þarf að nálgast samgöngumálin kreddulaust og innleiða snjöll umferðaljós sem munu bæta umferðarflæði allra óháð samgöngumáta og láta af fækkun bílastæða."

Það vill nefnilega svo til að göturnar leiða að bílastæðum, sem verða að vera fyrir hendi svo að umferðin stíflist ekki. Núverandi meirihluti vill ekki að umferðin sé til, en tími er til kominn að 80% ferðalanganna láti í sér heyra. Tækifærið er núna.


Bloggfærslur 13. mars 2022

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband