Ólíkindadagur: Vilhjálmur bregst en forsetinn bjargar öllu!

Bessastadir 1100 05012010 IPForseti Íslands bjargaði andlitinu, embættinu og þjóðinni í gærmorgun. En Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins situr enn við sinn keip og vill Icesave og ESB, sama hvað á gengur!

 

Ögurstund

Komið er að úrslitastundu hjá Sjálfstæðisflokknum.  Ljóst er að um ¾ hlutar kjósenda hans standa gegn Icesave- kvöðum, IMF- aðstoð og ESB- aðild. En fjórðungur Vilhjálms, Þorgerðar Katrínar ofl. gerir hinum þrem fjórða hlutnum ansi erfitt fyrir. Þetta kom raunar strax í ljós á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir ári, þar sem þeim hluta vinnu okkar í Endurreisnarnefndinni  sem mestu máli skipti var stungið undir stól og út var prentað plagg sem við könnuðumst ekkert við og Davíð Oddson nefndi réttilega öllum illum nöfnum.  Útvatnaðar Evrópuklisjur sem gögnuðumst engum nema andstæðingum flokksins í kosningum og til þessa dags.

 

Forsetinn til bjargar

Hver kom þá til bjargar og hífði okkur öll upp úr Samfylkingarsvaðinu víðfeðma?  Ólafur Ragnar Grímsson, hæstvirtur forseti Íslands (alltaf héreftir)! Með aðgerð sinni  þá styrkir hann sjálfstæði þjóðarinnar allrar. En aukabónus er að hann styrkir í raun sannan kjarna Sjálfstæðisflokksins, stærsta stjórnmálaafls á Íslandi, þ.e. þá ¾ hluta sem treysta á mátt okkar og megin, en ekki á náð hvikulla leiðtoga í Brussel, Haag og í London.  En formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, fæst samt ekki til að stíga skrefið til fulls og lýsa yfir óskoruðum rétti Íslendinga til dómstólaleiðarinnar á þessum örlagatíma, þótt hann kveði alltaf örlítið fastar að orði í hverju viðtali. Tönnlast er á orðum Jóhönnu forsætisráðherra í erlendum fjölmiðlum í gær sem oftar að við munum greiða skuldbindingar „okkar“ að fullu eins og „samið“ var um en Bjarni fæst ekki til að andmæla því beint. Staðan versnar því stöðugt.

 

Skýrari afstöður í Sjálfstæðisflokkinn

Ekkert grillad IPÁ meðan framkvæmdastjóri SA, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og (suma daga) jafnvel formaður flokksins eru Samfylkingar- volgir í sinni afstöðu til Icesave- málsins dýpkar stöðugt sú gröf sem grafin er þjóðinni. Nú er lag, Sjálfstæðisfólk! Látið heyrast í ykkur, þögli meirihluti, sem hvorki græðir á daginn né grillar á kvöldin við þessar aðstæður.  Nú er slagurinn tekinn og afstöður skýrast. Þjóðstjórn eða friður verður aðeins möguleg ef staða hvers aðila er á hreinu, annars heldur þetta moð áfram til eilífðarnóns.

Bessastadir 05012010 IP


mbl.is „Gríðarleg óvissa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Það var neyðarlegt að heyra nöldrið í Vilhjálmi Egilssyni í hádegisfréttum í dag. Ég hef lengi talið hann með leiðinlegri mönnum á Íslandi . Villi stefndi á stöðu í ESB fyrir ellilífeyrinn, en nú er það víst borin von. Bjarni Ben er líklegast ekki rétti maðurinn til að stjórna Sjálfflæðiflokknum. En furðulegast er að flokkurinn gangi ekki harðar að hálsi ríkisstjórnarinn. Aldrei hefur nein stjórn fengið svo mikla skömm í hattinn og þessi ómynd sem nú er við völd. En siðleysið er ótakmarkað og þau ætla að sitja sem fastast.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.1.2010 kl. 00:30

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Gleðilegt ár Ívar,  sé allavega að þú grillar hvorki á kvöldin né daginn í þessu fannfergi :)

Við, erum á öndverðri skoðun um margt, en sumt ekki og svo er nú, þó við byggjum þær kannski á mismunandi forsendum.

Forsetinn getur lítið gert til að bjarga andlitinu í mínum huga,  en það er þó gott að hann sé samkvæmur sjálfum sér, í þessum tveim afbrigðum af "neitaaðskrifaundirlög".

Kveðjur til þín og þinna.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 6.1.2010 kl. 00:43

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ólafur Ragnar Grímsson hæstvirtur forseti Íslands sýndi mikla stefnufestu með því að vísa glæpamáli Svika-Móra til afgreiðslu þjóðarinnar. Hins vegar er nöldrið í Vilhjálmi ótrúlegt. Hann var á ÍNN í kvöld og ég var ekki lengi að slökkva á tækinu þegar hann gerði hugmyndir sínar um baktjaldamakk opinberar.

Því miður er staðan þannig að Vilhjálmur og fleirri tala um að "leysa" neitun þjóðarinnar á Icesave-klafanum án kosninga. Þeir eru að tala um drullu-mall með Samfylkingunni, þannig að almenningur verði svikinn enn eina ferðina. Svona hugmyndir mega ekki komast í framkvæmd - það myndi endanlega gera útaf við þessa þjóð.

Loftur Altice Þorsteinsson, 6.1.2010 kl. 00:58

4 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Sýnir þetta ekki að Vilhjálmur er á leiðinni í Samfylkinguna...

Birgir Viðar Halldórsson, 6.1.2010 kl. 08:40

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

er ekki betra að fara varlega í að upphefja þennann forseta þó svo að honum hafi tekist þolanlega til í þetta skiptið - Vilhjálmur hefur mér fudnist leiðinlegur frá fyrstu tíð - sífelt væl og gunguháttur

Jón Snæbjörnsson, 6.1.2010 kl. 09:28

6 Smámynd: Guðjón Sigurbjartsson

Við þurfum að sjálfsögðu gott samkomulag við umheiminn.  Það væri til bóta fyrir okkur að ganga í ESB og fá Evruna þó síðar verði.

Þetta Die hard sjónarmið á ágætlega við í víkingaævintýrum en ekki raunheimum og framtíðinni.

 Meirihlutinn á eftir að átta sig á þessu, en það tekur bara tíma.

Guðjón Sigurbjartsson, 6.1.2010 kl. 09:45

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk Jenný, gleðilegt ár sömuleiðis til ykkar ytra.

Auðvitað er staðan slæm, enda erfitt að sjá hvernig sveigja má hjá 15600 milljarða hruninu þannig að vel fari. En þar er samningsstaða lykilatriði og við erum að eiga við „Die Hard“ hörkugengi erlendis, sjóaða fjármálavíkinga og stjörnupólítíkusa.Lin og óljós afstaða okkar gegn þeim skilar okkur engu.

Nú er algerlega útilokað að við fengjum mannsæmandi inngöngu inn í ESB (enda stóð það aldrei til), svo að það ætti að taka það af dagskrá þegjandi og hljóðalaust.

ESB, með Hollendinga og Breta reynir eftir mætti að koma sem mestu af hruninu yfir á okkur. Hver smáviðspyrna okkar er tuga milljarða króna virði. Þannig er raunveruleiki milliríkjadelna, sem enda að lokum með samningi, ekki einhliða afargjörningi að hætti Svavars Gestssonar og Steingríms J.

Ívar Pálsson, 6.1.2010 kl. 10:34

8 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála þér Ivar að Vilhjálmur klæðist nýjur fötum keisarans í afstöðu sinni til Icesave málsins en verst að að berstrípaður við hlið hans stendur forseti ASÍ í afstöðu sinni tekin á móti velflestum umbjóðendum sínum

Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.1.2010 kl. 12:21

9 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Sammála í einu og öllu. Það er þó óþarfi að hrósa Ólafi Ragnari, hann var að bjarga eigin skinni og mannorði gagnvart þjóðinni og enn fremur að setja sjálfan sig í sviðsljósið eins og athyglissjúklingum er tamt. Um nafna minn er það að segja að hann og hans lið á ekki heima í flokki, sem enn ber nafnið "Sjálfstæðis"- flokkur. Hann ætti strax í dag að sækja um inngöngu í landsöluflokkinn sem nú heldur um stjórnartaumana. Það verður engin eftirsjá að honum og því liði, heldur land- og flokkshreinsun. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 6.1.2010 kl. 13:52

10 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

SA (Vilhjámur) & ASÍ (Gylfi) vilja inn í EB og ekkert má stöðva slíkt...lol..!  Þeir spila með EB gegn þjóð sinni "ítrekað" - sem betur fer sjá flestir nú að þeirra "lygar & blekkingar" eru ekki boðlegar.  Hlustum á okkar færustu hagfræðinga, hlustum á erlenda hagfræðinga eins og t.d. Michael Hudson (www.svipan.is) & Sweder van Wijnbergen prófessor í hagfræði við Háskólann í Amsterdam (www.eyjan.is og www.mbl.is ) en báðir taka undir þau varnarorð að þær "drápsklyfjar" sem SA, ASÍ, AGS, EB, UK, Holland & núverandi ríkisstjórn reyna að setja á okkar samfélag ganga ekki upp - auk þess sem þær birgðar eru "mjög ósanngjarnar" undir það tekur meira að segja almenningur í bretlandi...lol...! 

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 6.1.2010 kl. 14:22

11 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Stjórnmálamenn á Íslandi eru að svíkja þjóðina með því að lýsa ekki yfir óskoruðum rétti Íslendinga til dómstólaleiðarinnar.  Því miður tóku allir flokkar þátt í fyrirvarasamsuðunni s.l. sumar og hafa keppst við að lofa ábyrga afstöðu sína gagnvart erlendum hagsmunum.  

Samála því að forseti vor, hæstvirtur Ólafur Ragnar Grímsson hefur með aðgerð sinni styrkt sjálfstæði þjóðarinnar.  En munu stjórnmálamennirnir þora að standa með þjóðinni? 

Magnús Sigurðsson, 6.1.2010 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband