Umboðslaus ríkisstjórn í Icesave- málinu

Johanna IcesaveRíkisstjórn Jóhönnu Sig. er umboðslaus í Icesave- málinu og er einn helsti andstæðingur þess að íslenska ríkið komist  sæmilega klakklaust frá þessari þraut. Vinstri græn hafa víst aukið við fylgi sitt, en sá flokkur stendur gegn Icesave- uppgjörinu og móður þess, ESB aðildarumsókn Íslands.  Það er flokkur forsætisráðherrans, Samfylkingin með sitt dalandi fylgi, sem er nær eini sanni málsvari Icesave- gjörningsins, því að jafnvel Steingrímur J. verður að hlíta kalli kjósenda sinna. Ríkisstjórnin talar ekki í umboði fólksins þegar hún lofar því út um allar trissur að við munum greiða Icesave- trygginguna. Öðru nær, umheimurinn gerir sér nú æ betur grein fyrir því að lagaleg og siðferðisleg staða Íslands er sterk.

Vakning í umheiminum

Aðdáunarverð andstaða fólksins í landinu við þjóðnýtingu einkaskulda berst nú eins og eldur um sinu um vesturheim.  Umskipti til batnaðar eru að verða í umræðunni, frá vanhugsuðum fullyrðingum um siðferðislega skyldu yfir í spurninguna um sanngirni og réttlæti heillar þjóðar. Breskum almenningi fer smám saman að verða ljóst að ríkisstjórn þeirra átti ekki að þjóðnýta skuldir einkabankanna, greiða innistæðueigendum og ætlast svo til að aðrir geri slíkt hið sama, allt í nafni jöfnuðar og sanngirni, sem er fjarri sannleikanum. Gjaldþrotaskipti eru sanngjarnasti kosturinn, þar sem aðrir ótengdir eru ella dregnir inn í hóp greiðenda skuldanna og heillegir bankar styrkjast frekar.

Stjórnvöld í Evrópu ókyrrast

Stjórnvöld í Bretlandi, Hollandi og raunar öllu ESB verða öllu ákveðnari en áður að kveða þennan almannadraug Íslendinga niður, þar sem áhlaup á bankana þeirra verður æ líklegri og óánægja með skattheimtu og óráðssíu með almannafé snareykst.

Forsetinn sjái um almannatengslin

Samningsstaða Íslands er best ef ríkisstjórnin hefur vit á því núna að halda sér saman og láta Ólaf Ragnar Grímsson, hæstvirtan forseta Íslands, sjá um almannatengslin alfarið fram að þjóðaratkvæði. Aðrir sem halda því fram að við munum greiða einkaskuldirnar, ss. Bjarni Benediktsson, ættu líka að hafa hægt um sig. Icesave2 frá því í haust var ekkert til þess að hrópa húrra fyrir og var blessunarlega hafnað af Bretum og Hollendingum.  Við greiðum einungis það sem við verðum dæmd til þess að greiða, enda eru skuldirnar ærnar fyrir.


mbl.is Sátt ekki í sjónmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Næsta skref er svo að segja upp samstarfi við AGS. Nú er það deginum ljósara að þeir eru Rotweilerar banksteranna á Wall Street og City of London. Þeim er mikið í mun að fá samþykkt það fordæmi að alþýða manna taki ábyrgð á fjárhættuspili þeirra. Nú er nóg komið af þeim yfirgangi og ég er viss um að allar þjóðir eru sammála okkur þar.

Ætlunin er að engu verði breytt hjá þessum kúgurum þjóða nema því að tryggja það að banksterarnir þurfi aldrei framar að vera ábyrgir gerða sinna. 

Jón Steinar Ragnarsson, 8.1.2010 kl. 13:50

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Já þeir keppast við að lýsa ábyrgð almennings á icesave skuldinni stjórnmálamennirnir sama hvar í flokki þeir sanda.  Það sem þeir óttast mest er að þetta mál fari alla leið í þjóðaratkvæði.

Þeir komnir með kolleiga sína um alla Evrópu í að koma vitinu fyrir þjóðina.  Sem m.a. má sjá af þessu. 

"Danir ætla að halda áfram greiðslum af láni sínu til Íslands þrátt fyrir óvissuna í Icesave málinu. Hinsvegar mun sú afstaða breytast ef Icesave frumvarpið verður fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þetta hefur Ritzau fréttastofan eftir Claus Hjort Frederiksen fjármálaráðherra Danmerkur eftir fund hans með Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra Íslands."

Magnús Sigurðsson, 8.1.2010 kl. 21:56

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Magnús: Við verðum bara að sjá hvort þeir gera alvöru úr slíkum hótunum. Þetta eru jú flokksbræður Jóhönnu og Steingríms í Danaveldi, sem taka undir hræðsluáróðurinn gnístandi tönnum af biturð út í þessa útrásarprinsa okkar vegna yfirgangs þeirra. Það er ekki annars að vænta af BT, en að reka hatursáróður í garð okkar. Það eru engin nýmæli.  Það er þó til fólk, sem gerir greinarmun á útrásarvíkingunum og sauðsvörtum almúganum hér.

Nú þegar þetta verður sett í atkvæði, þá fellum við þetta frumvarp og síðan verður farið að ráðum Jolie og valinkunnir sérfræðingar fengnir til milligöngu.  Þá þarf að meta raunverulega ábyrgð okkar og skuldbindingu samkvæmt alþjóðalögum og miðla svo málum.

Best væri náttúrlega að ríkistjórnin afturkallaði evrópusambandsumsókn sína og léti slíkt bíða betri tíma. Það er ekki bara sóun á kröftum að standa í því samhliða, heldur er það ástæðan fyrir því að menn hafa farið í skotgrafirnar. Afstaða manna hefur mótast af þessum hálfhuldu markmiðum og einnig hefur þetta gefið Hollendingum og Bretum höggstað á okkur.

Evrópusambandsumsóknin á þessum tímapunkti er sennilegast eitt mesta stjórnmálaklú'ður í sögu landsins.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.1.2010 kl. 22:34

4 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Jón:"Þetta eru jú flokksbræður Jóhönnu og Steingríms í Danaveldi"

Reyndar ekki, stjórnarandstaðan íslenska lítur á meirhluta Danska þingsins sem sína systurflokka og það er rétt. Í raun höfum við engan stuðning hér í Danmörku, fyrir utan vinstrimenn Enhedslisten og Sosialistik folkeparti. Hægri menn eru við völd..

Ég er ekki að gera lítið úr skoðunum ykkar en mikið af fréttafluttningi hingað til lands er handvalinn. Því skekkir það umræðuna í heild þegar vitnað er í jákvæð blogg og pistla en ekki hvað lánadrottnar segja og gera.

En afturkall umsóknar in í EU myndi hjálpa okkur og trúverðugleika. En þá þyrftum við að hafna EES líka. Ef við ætlum ekki að gangast við skuldbindingar..

Andrés Kristjánsson, 8.1.2010 kl. 23:05

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Takk fyrir að leiðrétta það Andrés.  Ég fæ samt ekki skilið hvers vegna við þyrftum að segja okkur úr EES samhliða. Það er tollabandalag, sem við höfum verið í ansi lengi og kemur þessari umsókn ekki beint við.

...að gangast við skuldbindingum, segir þú. Geturðu tíundað fyrir mér hverjar þær eru? Þetta er orðið ansi þreytandi og merkingarlaust sándbæt.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.1.2010 kl. 00:10

6 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Kanski ekki að segja upp EES heldur gagnrýna regluverkið. Varðandi skuldbindingar þá getum við ekki lofað því og endurskilgreint það á seinni stigum. Við hljótum báðir að skilja hvernig Bretar og Hollendingar skilja það.

Andrés Kristjánsson, 9.1.2010 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband