Jóhanna Sigurðardóttir vekur furðu

johsig_mbl_is.pngSíðan Jóhanna varð forsætisráðherra, þá hefur hún margoft furðað sig á því sem gerðist hverju sinni, en ekki fengist til þess að grípa til tafarlausra aðgerða til leiðréttingar. Málefni Haga, Glitnis, Kaupþings osfrv. hafa sinn gang án inngripa hennar, en hún furðar sig jafnan á málinu. Hún áttaði sig ekki einu sinni á eigin Icesave samningi fyrr en búið var að stafa hann mánuðum eftir gjörninginn.

 

En aðgerðir = eitt stórt núll.

 

Á meðan afhendir þessi forsætisráðherra ríkisvernduð, rammskuldug stórfyrirtæki í hendur ríkisverndaðra, rammskuldugra aðila sem gulltryggja þetta samkeppnisforskot sitt yfir betur reknum smáfyrirtækjum í einkaeigu.

Helst vekur furðu að þau sitji þarna enn, Steingrímur J. og Jóhanna.


mbl.is Glitnismál vekur furðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér verður flökurt að heyra nafn hennar nefnt. Í alvörunni.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.4.2010 kl. 20:09

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Djúpt tekur þú í árinni, Jón Steinar. „Ég er agndofa“, segði forsætisráðherrann nú.

En af einhverjum orsökum dettur mér í hug Péturs- lögmálið (e. „The Peter- principle“):

"In a Hierarchy Every Employee Tends to Rise to His Level of Incompetence." ... "in time, every post tends to be occupied by an employee who is incompetent to carry out his duties"

Ívar Pálsson, 9.4.2010 kl. 21:52

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sannleikur í þessu kvóti.  Er þetta úr Parkinsonslögmálinu?

Annars var mér alvara og rak ekki árina nálægt botni, þút tilefni væri.  Ég er viss um að hún hefur aldrei sannara mælt en að segjast agndofa. Sá doði virðist vera krónískur og í gegn.

Hún blés á Ingibjörgu Sólrúnu í dag fyrir að orða það að kannski væri æótímabært að vera að hamast í evrópusambandsumsókn, þegar svona stæði á, auk þess sem 75% þjóðarinnar vildi ekki sjá það.

Það er algerlega hennar sólóspil og allt sem hún gerir er til að hagræða okkur í þá átt. Jafnvel þótt að það þýði að gera okkur gjaldþrota.  Hún virðist vera algerlega ófær um að hafa rangt fyrir sér, þessi afturganga.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.4.2010 kl. 22:24

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Jóhanna er forstjóri forgenginna tækifæra. Ekkert er henni að kenna eða þakka, ekkert verður neglt á hana vegna þess að ekkert var gert. Óttinn við afstöðu virðist hennar aðalsmerki.

Svar hennar í kvöld við því að þjóðin sé á móti ESB- aðildvar það að ríkið ætli að kynna (með kostnaði og tíma) hversu frábær ESB- aðild er! Eins og við höfum ekki fengið að sjá það. Svarið við því af hverju við hættum ekki samningaumleitunum er það að við vitum bara hvað við náum þegar þeim er loki, en þá er hvort eð er skaðinn skeður. Tími, kostnaður, forgenginn tækifæri til alvöru verka, allt líður þetta hjá skipstóranum sem stýrir í blindni beint á skerin.

Ívar Pálsson, 9.4.2010 kl. 22:37

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hún er seníl. Það er engin önnur skýring. Á hrafnistu með skipstjórnann hið bráðasta.  Ef hún er búin að kynna sér þessa frábæru kosti við evrópusovétið betur en allir aðrir, hvernig væri að hún deildi því með okkur?  Eigum við öll að lesa þennan 10 metra háa reglugerðarbunka?

Hún horfir ekki einu sinni á fréttir og hefur ekki glóru um hvað er á seyði í evrópusambandinu. Minni þjóðir, sem þeir sjálfir kalla "jaðarþjóðir" eru að drepast utan af því og evran í tailspin til fjandans.Panikkið algert og menn að heimta útgöngu, en Jóhanna heldur sínu striki.  75% þjóðarinnar vil ekki sjá þetta og restin veit ekki sitt rjúkandi ráð. Helmingur stjórnarinnar er klofinn og núna er meira að segja hennar flokkur klofinn með ádrepu fyrrverandi utananríkisráðherra. Hvað þarf til?  Þarf hún bara ekki að fara að hrökkva uppaf, svo hún dragi ekki alla þjóðina með sér í gröfina?

Jón Steinar Ragnarsson, 9.4.2010 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband