Að ósi skal á stemma

Hugvekja til IslendingaSkyldi nú engan furða að Spánn vilji Íslensku landhelgina inn í fiskveiðistjórnun ESB, sem velur fæðingardag Jóns Sigurðssonar forseta og lýðveldisstofnun Íslands til þess að tilkynna hörmungina, staðfestingu umsóknar Íslands um ESB- aðild. Áðan las ég fyrst þarfa hugvekju  Jóns, sem var skrifuð er hann barðist hvað mest fyrir sjálfstæði íslensku þjóðarinnar frá meginlandinu. Greinin er „Hugvekja til Íslendinga“, en hana þarf hver ESB- aðildarsinni að lesa, er hann velkist áfram í villu og svíma. Hinir fjölmörgu sem eru ekki aðildarsinnar, vita hvers virði sjálfstæði er og geta sleppt þeim lestri, en hefðu samt gagn af þessari klassík. Jón Sigurðsson snýr sér eflaust í gröfinni þegar fæðingu hans er minnst á þennan kaldranalega hátt, með staðfestingu ESB- umsóknar þann 17. júní 2010.

 

Sérlausnir ESB eru aðeins tímabundnar

Nú hef ég heyrt í flestum þeim sem hingað hafa komið upp á skerið til þess að mæra ESB- aðild. Allir segja þeir sérlausnir tímabundnar, eins og undanþágur frá fiskveiðistjórnunarkerfi ESB, sem afar athyglisvert yrði að sjá samþykktar af 27 þjóðum, hvað þá af meirihluta Spanish trawlerkosningabærra Íslendinga. Horfumst í augu við óumflýjanlega staðreynd: ESB- aðild táknar það að spænskir togarar veiða við Ísland innan fárra ára. Reynslusögur Skota og Englendinga af  yfirgangi annarra ESB- þjóða á miðum þeirra voru ömurlegur vitnisburður um Brussel- veldið. Þeir báðu okkur náðarsamlegast að vernda miðin t.d. fyrir Spánverjum, á ágætum fundi sem Heimssýn hélt í Háskóla Íslands í fyrra.

 

Samningamenn hafi skýrt umboð þjóðar og bakland

En af því sem sem kom fram á fundum ESB- manna, var t.d. það að í þessa vegferð á alls ekki að halda nema baklandið fyrir samningamennina sé traust. Samningamaður Tékklands inn í ESB t.d. staðfesti þetta. Ekki þýði að ganga inn í sælgætisverslunina miklu, ESB og spyrja: „hvaða nammi má ég fá?“. Þjóðin verði að fylgja að baki og skýr stefna og löngun hennar um aðild verði að vera til staðar fyrir samningafólkið áður en haldið er af stað, þannig að árangur náist og niðurstaðan verði samþykkt af 27 þjóðum og staðfest í þjóðaratkvæðagreiðslu á Íslandi. Ekki verði farið að eins og norska stjórnin gerði með ESB, að semja tvisvar og fá þeim samningum hafnað í bæði skiptin af þjóðinni í kjölfarið. Langflestir eru sannfærðir um það að þannig er ástandið hér og skoðanakannanir staðfesta það ítrekað. Þótt Jóhanna Sigurðardóttir voni að sú skoðun breytist, þá stefnir þjóðin einmitt í hina áttina, að skynseminni, sjálfstæði íslensku þjóðarinnar sem Jóhanna átti að stýra en misfórst herfilega eins og flestum er kunnugt.

 

Stöðvað í fæðingu

Fyrst flestum er ljóst að ESB- aðildarumsókn er til óþurftar, af hverju leyfum við óhæfum forsætisráðherranum að halda þessu rándýra gæluverkefni sínu áfram? Er lýðræðið sem Jón Sigurðsson leiddi okkur að orðið svo öfugsnúið að einn helsti fulltrúi þess megi skrifa undir allskyns afsöl þjóðarréttinda eins og felast í Icesave- afsalinu og ESB- umsókninni, án þess að fólkið í landinu fái neinum vörnum við komið? Við skulum vona að enn eimi nægilega eftir af sjálfstæðri hugsun í landanum að hann nái að stöðva þessa óværu strax. „Að ósi skal á stemma“ sagði Þór sterki áður en hann kastaði steininum á eina rétta staðinn á tröllkonunni.  Förum að dæmi hans.


PS: til fróðleiks   http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=6769

...Allt í einu urðu miklir vatnavextir og náði vatnið Þór upp á herðar. Hann sér þá ofar í ánni hvar dóttir Geirröðar, Gjálp að nafni, stendur og mígur í ána. Þór grípur stein úr ánni og kastar í hana og mælir um leið: "Að ósi skal á stemma." Með því átti hann við að stöðva skal á við upptök hennar en ós virðist hafa merkti upptök í fornu máli, ólíkt nútímamerkingu orðsins.“

(smellið þrisvar á mynd fyrir fulla stærð):

Thors journey Rydberg 1906

 


mbl.is Umsóknin tekin fyrir 17. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband