Askan af stað?

vindaspa_1_juli_2010_kl10.pngVindaspá Veðurstofunnar sýnir harðar austan og NA- áttir sunnanlands 1. júlí. Sem betur fer fylgir þeim drjúg úrkoma, því að öskulagið fer annars á flug, sérstaklega yfir Vestmannaeyjar. Sá sand- og rykblástur er hrikalegur í þurrki. Í gær 30/6 sást frá Reykjavík að Reykjanesið austanvert var orðið undirlagt af ryki.

 

Heilsa Reykvíkinga fer eftir vindátt

Heilsa Reykvíkinga fer eftir því hvernig vindurinn blæs vegna öskublandaðs svifryks. Lítum á vindinn nýverið. Augljóst reyndist í svifrykinu mikla í Reykjavík fyrir nokkru að þurrkur svifryk2010_30juni_1_juli.pngog sterk austanáttin var það hættuleg heilsu manna að fólk hefði átt að vera varað við fyrirfram, enda mátti búast við þessu löngu áður þegar vindaspá fyrir svæðið og daginn var skoðuð.  Við höfðum fenginn forsmekkinn af þessu þann 31.maí 2010, þegar svifryksgildin hér ruku upp margföld sólarhrings- heilsumörk, en snarféllu þegar rigndi.

 

Skýrasta dæmið um ösku- austanátt

Föstudagskvöldið  4. júní 2010 og út 5. júní kastaði tólfunum:  ófögnuðurinn úr austri mældist á einni klukkustund upp í 25- föld heilsumörk sólarhrings, eða svifryk_2010_0407_06_u25.pngellefuföld þegar allur sólarhringurinn var tekinn.  En rigningardembur björguðu okkur síðan og skelltu límdrullunni á bílana, sem strax varð að þrífa vegna lakksins og rúðanna. Nóttina eftir var þetta á sama veg, austan og suðaustanátt þar sem fínasta svifrykið rauk upp og yfir okkur, en rigningin kom fljótlega til bjargar.

 

Suðurlandið og heilsan

Margir hnussa við og segja Reykvíkinga sleppa stórvel t.d. miðað miðað við mestallt suðurlandið.  Þó varð ég veikur heima með asthmapúst á fullu eins og fleiri, en slapp við lungnabólgu í það skiptið. Þarna liggur einmitt vandinn.  Flestir landsmenn leggjast á eitt í hreinni afneitun á þessu sviði þar sem við erum hvött til þess að senda milljónir rusltölvupósta út um allan heim um að allt sé í stakasta lagi nema rétt í kringum virka eldfjallið. Ríkisstjórnin gengur harðast fram í blekkingunni að vanda. Þegar daglegar skýrslur og spár ættu að koma um það frá umhverfisráðuneytinu hvar öruggt sé að halda sig miðað við svifryksmælingar og spár dagsins víða um land, þá er ráðuneytið að vinna skýrslur um kolefnislosun Íslendinga og fleira vegna umsóknar stjórnvalda um inngöngu Íslands í ESB. Stærsta umhverfisvá landsins og íbúa þess er askan yfir öllu, en það sést ekki í aðgerðum stjórnvalda.

svifryk_2010_1til8_juni_mork_x11.png

Fylgjumst með öskunni

Kannski eru til svifryksmælingar á netinu á Hvolsvelli og í t.d. Vestmannaeyjum eins og þyrfti að vera, en ég hef ekki séð það enn. Fólk þar getur þá takmarkað útiveru sína þegar gildin rjúka upp. Smæsta og erfiðasta svifrykið sést ekki nema langt að en kemur strax fram í mælingum. Fylgist með því á loft.ust.is 


mbl.is Versta veðrið í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Takk fyrir innlitið þarna um daginn og vinarlegar athugasemdir. Bjó í ferðatösku og mátti ekki vera að því að þakka fólki almennilega.

Þetta með rykið. Er ekki talverð bleyta með þessu núna? Einskonar hitabeltistormur?  Það er allavega von að þessi ófögnuður skili sér til hafs eftir landleiðinni í stað viðkomu í lungum manna.

Annars er ég sammála þér um afneitunina og blekkingarleikinn Inspired by Iceland.  Það er ein og hér hafi alrei verið betra og öruggara að vera en eftir þessi ósköp.  Það er ein og stjórnvöld séu drukkin.  Allavega að enn sé tvöþúsundogsjöið ekki alveg runnið af mönnum og algleymi afneitunnar og óskhyggju.

Það er jú talandi fyrir þetta að tónleikar, sem halda átti undir hlíðum Eyjafjallajökuls, skuli fluttir í hljómskálagarðinn vegna óblíðrar náttúru. Er ekki viss um að menn kveiki á því hinti þó.

Hérna fyrir norðan er sól og blíða og hefur verið. Hreint loft, logn og hæfilegur hiti. Allir velkomnir á Sigló, em hefur kartað ínu fegursta undanfarið.Engin afneitun og óskhyggja þar. Ég é það út um gluggan minn á meðan ég skrifa þetta.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.7.2010 kl. 06:53

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Velkominn heim, Jón Steinar. Rigningin bjargar okkur að vanda. Við þurfum aðallega að gæta okkar ef þurrkatímabil koma upp. Þó fer askan alltaf af stað með vindinum sem kemur fyrst.

Yfirvöld ættu aðallega að vera til upplýsingar. Þar standa þau sig alls ekki. Ferðafólk getur t.d. ekki séð á kortum hvernig þessi öskumál standa.

Góður að plögga fyrir Sigló! Eru göngin ekki notuð á fullu? Nú er þá ægt að fara hringferð um svæðið.

Ívar Pálsson, 1.7.2010 kl. 10:20

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég sá nú í fréttum að það er öskufok þrátt fyrir rigningu, svo það er ekki allrameinabót að hafa hana.

Göngin eru ekki alveg komin í gagnið, nema fyrir útvalda.  Þau verða opnuð formlega í september og þar með öllu athyglisverðari hringur en tilbreytingarlaus Öxnadalsheiðin eða forarvilpan á Lágheiðinni. 

Þetta verður mikil bylting fyrir þessar byggðir, svo mikið er víst og þeir 8-10 milljarðar, sem í þetta fóru hálfgerð skiptimynt miðað við þær tölur, sem eru á sveimi á bæjum auðrónanna, sem ekkert sjá eftir sig nema sviðna jörð.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.7.2010 kl. 10:59

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Þessi frétt frá Eyjafjöllumí dag sýnir hve slæmt þetta getur orðið:

http://www.ruv.is/frett/oskubylur-undir-eyjafjollum

"Talsverður öskubylur er nú undir Eyjafjöllum. Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri segir að ekkert hafi rignt. Mjög hvasst sé á þessum slóðum og hafi hviður farið yfir 40 metra á sekúndu. Hann segir að á ferðinni sé ryk, aska og sandur við jörðina sem fjúki og valdi skemmdum á trjágróðri og runnum, laufblöðin tætist af og eyðileggist. Ekki sé nokkur leið að vera utandyra nema vera vel brynjaður því í svona vindi sé sandurinn á fullri ferð í andlitum fólks. Skyggni er um 300 metrar"

Ívar Pálsson, 1.7.2010 kl. 20:29

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Fréttin var víst á mbl.is: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/07/01/oskubylur_undir_eyjafjollum/

Ívar Pálsson, 1.7.2010 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband