Hver gætir sjónarmiða íslensks almennings?

esbmoney.pngSá sem tryggja vill sér sigur í nútíma kosningum þarf að leggja fram verulegt fé. ESB og íslenska vinstri stjórnin gæta ekki jafnræðis gagnvart íslenskum almenningi sem leggst gegn aðild að ESB en mun aldrei fá nema garðslöngu til þess að slökkva þennan ESB- aðildareld, sem fíraður er upp með heilu bensíntönkunum frá ESB og íslenskum stjórnvöldum.

Hvar er allt jafnræðið?

Átti rödd vinstri manna ekki að vera rödd hins undirokaða almúga sem hafði ekki fjárhagslega burði eða völd til þess að verja rétt sinn í hvívetna? Eða eru alræðistilburðir þess fólks sem náði að mynda meirihluta á þingi svo yfirgnæfandi að andstæður vilji þorra kjósenda, sem er deginum ljósari, verður drekkt í áróðurspeningaflæði erlends ríkjasambands?

euromoney.pngESB gefst aldrei upp. En stjórnvöld?

ESB hættir ekki viðleitni sinni fyrr en það nær árangri. Kosningar um Lissabon- „samningana“ sýndu það vel, eða stjórnarskrá ESB. Hvernig væri að sækja um styrk hjá ESB til þess að kynna andstæð sjónarmið við það? Það er hið ríkjandi íslenska sjónarmið, en stjórnvöld leggjast á sveif með ESB og nota fé  þegnanna og erlent „kynningar“-fé  til þess að koma erlendum yfirráðum yfir Ísland.

Ætla vinstri menn að vera svo grænir að láta þetta gerast?


mbl.is ESB kortleggur Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Varnarbaráttan er í höndum sjálfboðaliða sem sumir hverjir þiggja einhverja minniháttar styrki til að fjármagna baráttuna.

Evrópuvaktin og Heimssýn til dæmis.

En þetta er eins og að senda tindáta á móti bandarískum skriðdreka. Ef skriðdekinn vill keyra áfram (og hefur grænt ljós frá um 30% tindátanna til að gera það), þá fer hann áfram. 

Geir Ágústsson, 10.11.2010 kl. 08:53

2 Smámynd: Einar Solheim

Þú spyrð, Hver gætir sjónarmiða íslensks almennings.  Jú - ESB gætir okkar hagsmuna.  Enda hagsmunir almennings að ganga í ESB.  Það er líka ekki hægt að líkja saman fjármunum sem ætlaðir eru til að upplýsa fáfróðan landann um ESB, og þess að verja fjármunum í áróðri (eins og ESB andstæðingar hafa fyrst og fremst einblínt á).  En ég skil vel andstöðu ykkar ESB andstæðinga við upplýsingagjöf til almennings byggða á staðreyndum þar sem fáfræðin og fordómar er ykkar helsta vopn í baráttunni.  Í guðana bænum ekki leyfa íslendingum að vita hvað aðild felur í sér, því þá myndu þeir eflaust samþykkja inngöngu í sambandið.

Einar Solheim, 10.11.2010 kl. 09:46

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Einar,

Það liggur fyrir hvað aðild að ESB felur í sér. Um það hafa þverpólitískar nefndir á Íslandi skrifað skýrslur. ESB sjálft reynir á engan hátt að fela það hvað felst í aðild. Það er þá helst Össur sem fer með rangfærslur sem ESB-erindrekar þurfa að leiðrétta, t.d. að einhverra "undanþága" sé að vænta (en svo er ekki).

Almenningur er ágætlega með á nótunum og getur alveg tekið afstöðu án þess að 155 milljóna króna mjög einhliða auglýsingaherferð komi til.

Geir Ágústsson, 10.11.2010 kl. 10:01

4 Smámynd: Pási

Eru það ekki hagsmunasamtök sem hafa staðið fyrir þessari varnarbaráttu að stórum hluta, LÍÚ, bændasamtökin o.fl.?

Má vera að í sumum þessara samtaka sé þetta á hendi sjálfboðaliða, en þegar hausar stóru samtakanna blanda sér í baráttuna má það vera ljóst að þar fer ekkert sjálfboðaliðastarf.

Pási, 10.11.2010 kl. 11:22

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Það hefur nú sýnt sig ,hvrnig stjórnvöld halla réttu máli í þessu "bara" umsóknarferli, kíkja í pokann og sjá! ESB.

Helga Kristjánsdóttir, 11.11.2010 kl. 00:30

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Pási,

Það gengur jafnt á báða bóga; "Já og nei samtökin íslensku, gagnvart ESB-aðild landsins, fjármagna sig að mestu leyti með framlögum hagsmunahópa í atvinnulífinu.

Mestu fjárframlögin til Heimssýnar, sem berst gegn inngöngu, koma úr sjávarútvegi og landbúnaði. Sterkara Ísland, sem berst fyrir inngöngu að gefnum góðum aðildarsamningi, fær mest frá iðnfyrirtækjum, þjónustu- og útflutningsgreinum."

http://www.visir.is/hagsmunahopar-fjarmagna-evropusambandsbarattuna/article/2010295236208

Nú þegar ESB kemur sína milljón evra inn í landið gjörbreytist ástandið. "Já"-samtökin fara á feitan spena á kostnað evrópskra skattgreiðenda, hin þurfa áfram að reiða sig á frjáls framlög. (Lykilorð hérna er frjáls framlög. Samtök atvinnulífsins, sem styðja "Já"-búðirnar, fá tekjur sínar í gegnm skattkerfið. Þau framlög eru því ófrjáls.)

Geir Ágústsson, 11.11.2010 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband