Afgerandi Sjálfstæðisflokk, takk!

ESB klettarollurÁ landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2007 var ekki hægt að draga með glóandi töngum skýra ESB afstöðu út úr verðandi forystu með eða á móti, þau þurftu atkvæði meirihlutans sem er á móti ESB. Bjarni Ben var eins og Ragnar Reykás í þessu og Þorgerður Katrín peppaði upp sína ESB- deild en gat samt ekki sagt hreint út: „sækjum um ESB-aðild“ því að þá hefði hún aldrei orðið varaformaður. Hún sat svo hjá seinna um ESB.

Síðan á aukalandsfundinum í ár skýrðust línurnar loksins: Forystan varð að fylgja lýðræðinu og krefjast þess að ESB- umsóknin verði dregin til baka. Hvað gerist eftir það? Ekkert, alveg eins og hjá ríkisstjórninni. Ekkert. Sama aðferð og með ESB- Lissabon stjórnarskrána, hjökkum bara áfram í ESB- farinu án lýðræðis þar til þetta hefst

Annaðhvort eða

Á stundum eins og nú þá þarf að hrökkva eða stökkva: annaðhvort hoppar þú fram af ESB- klettinum í ólgandi Evrópubrimið langt fyrir neðan, eða þú snýrð við og reynir að finna þér aðra öruggari en kannski seinfærari leið til baka. Ekki að reyna að skríða hálft niður í ESB- klettana eins og Jórunn & Co vilja. Þaðan er engin leið út.

Framtak Unnar Brár er lofsvert, á meðan ESB- sinnar fylgja ekki lýðræðinu. Nýi ESB- hægri flokkurinn hentar þeim líklegast betur, nú eða bara Samfylking sem margreynt var að vinna með en hefur bara eitt á dagskrá: ESB- aðild (jú OK tvennt: Icesave líka).

Smella tvisvar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ingi Kristinsson

Lámark að flokkurinn standi undir nafni. Hann heitir SJÁLFSTÆÐISflokkur.

Guðmundur Ingi Kristinsson, 30.12.2010 kl. 16:17

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég hef alltaf sagt að það er engum að treysta í þessum ESB málum. Þau öll mega svíkja samkvæmt hefð og vílir sér engin í pólitík að gera það. Þau eru ekki þarna til þess að bera virðingu fyrir lýðræði en samt finnum við fólk eins og Lilju sem reynir.

Valdimar Samúelsson, 30.12.2010 kl. 17:41

3 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Ég mun seint skilja þessa afstöðu þína Ívar.  Þó landsfundur álykti í málinu þá gildir það ekki sem bann við umræðum um málið.  Jú stefnan er sett á landsfundi og ekki kannast ég við að Bjarni eða nokkur annar þingmaður hafi gengið gegn henni.  Hinsvegar er það ljóst að stór hluti sjálfstæðismanna vilja skoða þessi mál og sjálfur vil ég ræða ESB og skoða hvort innganga muni bæta lífskjör landsmanna.  Öfgar eru aldrei til góðs og það sem ykkur, harðkjarna hópurinn, vantar er að taka málefnalega umræðu um ESB.  Slíkt sé ég aldrei til ykkar!  Ef málstaður ykkar er góður þá eigið þið ekki að hræðast slíka umræðu.

Mér dettur ekki til hugar að samþykkja inngöngu í ESB nema góðir samningar náist um sjávarútveginn.  Landbúnaður getur ekki annað en batnað, hvaða breytingar sem gerðar eru á honum.  EES og ESB snúast um að styrkja frelsi í viðskiptum, bæta samkeppni og styrkja markaðskerfið.  Ekki gengur það gegn grunn hugmyndum Sjálfstæðisflokksins; ,,frelsi einstaklingsins, einkaframtaki og stétt með stétt"

Hættum að lesa Hádegismóra og ræðum þessi mál af skynsemi og yfirvegun.  Hættið að banna þessa umræðu í Sjálfstæðisflokknum.  Það mun aðeins þjóna óvinum okkar á vinstri vængnum.

Gunnar Þórðarson, 31.12.2010 kl. 10:57

4 identicon

Ég get tekið undir með þér Ívar, það þarf skýrar línur og mótvægi við núverandi andlýðræðisleg vinnubrögð ríkisstjórnarinnar sem reynir að þvinga þjóðinni inn í ESB með blekkingum og hálfsannleik.

Gunnar, ef ESB væri einungis viðskiptabandalag þá væri kannski hægt að skoða það með opnum huga, en svo er nú ekki. Ítrekað hefur komið fram að pólitík ræður för. Þar að auki hefur komið fram að Ísland verður nettó greiðandi inn í ESB sem nemur 8 til 12 milljörðum árlega, þannig að þetta er ekki góður kostur út frá viðskiptalegu sjónarmiði.

Ég held að það sé ein mesta pólitíska brella síðari ára að telja mönnum trú um að við eigum að reyna að semja við ESB og jafnvel að ýja að því á sama tíma að þeir samningar verði okkur í hag þegar sagan sýnir að aðrar þjóðir hafa ekki getað það. Ef menn virkilega trúa því að ísland geti gert hagstæðari samninga en aðrir þá er það annað hvort hroki eða sjálfsblekking á háu stigi. Það er vitað mál að það eina sem ESB býður upp á er aðlögun, þ.e. hve mörg ár líða þar til þeir taka allt yfir. Ef það er það sem menn eru að bíða eftir þá held ég að þeir samningar séu ekki þess virði því á endanum munum við missa völdin og yfirráðin til ESB.

Reyndar er það svo að við erum með viðskiptabandalag við ESB í formi EES samningsins. Við ættum að láta þar við sitja enda þjónar hann þeim tilgangi sem þú nefnir, þ.e. um frelsi í viðskiptum.

Magnús B Jóhannesson (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 20:13

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Ég þakka ykkur öllum fyrir innleggin, gleðilegt ár. Gunnar, kæri vinur: ESB- umræðan er búin að eiga sér stað. Síst vantar meiri ESB- upplýsingar, hvað þá sem borgað er fyrir. Það er öfgalaust að krefjast afstöðu með eða á móti af þingmönnum sínum í svona afgerandi máli eins og ESB- aðildarumsókn eða Icesave, sem yfirgnæfandi meirihluti Sjálfstæðisfólks er skýrlega á móti. Ég krefst aðgerða í samræmi við þá afstöðu, það er án öfga.

Ívar Pálsson, 1.1.2011 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband