Fiskur og ál 40% hvort um sig

Sjávarafurðir og ál eiga tæp 40% hvort í vöruútflutningi Íslands (sjá mynd) fyrstu 11 mánuði ársins 2010. Mikilvægi þessa er óumdeilanlegt. Því er furðulegt ef fólk níðir skóinn af annarri þessarra greina eða jafnvel af þeim báðum.

Grunnurinn er traustur: höldum honum þannig.utflutt2010jannovisland.png


mbl.is 109 milljarða afgangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Teitur Haraldsson

Vantar ferðamanna "iðnaðinn" í þetta.

Hann er tæknilega útflutningur (allavega hluti af gjaldeyristekjum).

Teitur Haraldsson, 5.1.2011 kl. 11:46

2 Smámynd: Sævar Helgason

Með álið: Það eru eigendur álveranna sem eiga þessa peninga-ekki við-þó flutt sé út í okkar nafni. Af þessari heildarupphæð álsins eru rúm 30% sem hafa orðið eftir í landinu sem laun, raforkugreiðsla og skattar. Fiskinn eigum við allan..... En það þýðir ekki að áliðnaður sé ekki okkur mikilvægur.

Sævar Helgason, 5.1.2011 kl. 11:54

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Þjónustugeirinn er annað, hér eru bara vörur.

En Sævar, hráefnið, sjávarafurðirnar er nú ekki endilega allar íslenskar: t.d. er hráefnishlutfall í rækjuiðnaði 70-80% af afurðaverði og kemur að miklu leyti frá norskum og kanadískum togurum, þ.e. innflutt.

Ívar Pálsson, 5.1.2011 kl. 13:35

4 identicon

Tek undir með Sævari - hvers vegna tala sérfræðingar, og þá sérstaklega alvöru sérfræðingar eins og þú, Ívar (ég skil hina, pólitísku "sérfræðingana" betur), um útflutningstekjur af áli, eins og þær séu sambærilegar við útflutningstekjur af alvöru íslenskri framleiðslu?

Það er eins og að telja með í heildartekjum heimilisins, tekjurnar sem verðbréfaguttinn sem leigir kjallaraherbergið, hefur af braski sínu.  Þó hann svo noti þann pening eins og honum sýnist og sé undanþegin öllum sköttum sem húsbóndanum dettur í hug að leggja á aðra heimilismenn, sem liggja betur undir húsbóndavaldinu.

Álvampírurnar og aðrir aljþóðlegir auðhringir með alla sína sérsamninga við ríkið eru alveg utan við okkar þjóðarbúskap.  Þessi óskapnaður hefur engar skyldur við okkur og elska okkur jafn mikið og við elskum lömbin okkar eða hunda.  Þeir elska nytin í okkur.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 13:37

5 Smámynd: Rauða Ljónið

Hér vitnaði ég í útreikningum greiningardeilda LB, ÍB, Arion. Vitna ég einig á vef Samorku, Samtaka orku- og veitufyrirtækja, LV og fyrirspurna á alþingi, Hagstofu.

Og segir einnig að samkvæmt útreikningunum megi búast við að útflutningsverðmæti áls aukast á árinu 2011 og verði komið í um 210 til 230 milljarða á árinu 2010 42% til 44 % verða eftir í landinu í hreinum gjaldeyrir eða um 96 milljarðar það geri 66.6 milljónir á hvert staf.
Steingrímur sjálfur viðurkenndi í Kryddsíldinni að landsvirkjun og áliðnaður væri gullkálfurinn okkar.

Rauða Ljónið, 5.1.2011 kl. 18:35

6 Smámynd: Teitur Haraldsson

Ef einhver vildi vera svo góður að fræða mig.

Ef þetta eru bara tölur yfir hvaða aðföng eru keypt og seld frá landinu, vantar þá inn í þetta til dæmis mínusinn af afborgunum lána ríkissjóðs og einstaklinga?

Og ef 42% af ál-gjaldeyrinum verður eftir í landinu koma þá hin 58% fram annarstaðar sem peningur færður af landi brott, sem sagt gjaldeyristap (innflutningur)?

Teitur Haraldsson, 5.1.2011 kl. 20:12

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það hefur verið reiknað út að virðisauki af álframleiðsunni fyrir samfélagið er meira en helmingi minna en af sjávarútvegi eða ferðaþjónustu.

Til lítils er að taka rækjuvinnslu sem dæmi um hráefnisöflun, svo lítill hluti sem hún er af sjávarfangi. 

Ég veit ekki betur en að nær allt verðmæti fiskaflans á Íslandi fáist með því að sækja hráefnið í eigin auðlindalögsögu og að í eðlilegu þjóðfélagsástandi eigi Íslendingar sjálfur sjávarútvegsfyrirtækin en ekki erlend auðfélög sem flytji hráefnið út og hirði af því arðinn. 

Arður Íslendinga felst í atvinnutekjum og afleiddum tekjum af því í álverunum og sölu á orku á allt of lágu verði. 

Ég var samt fylgjandi álverksmiðjum lengst af vegna þess að þær skytu fleiri stoðum undir þjóðarframleiðsluna og gjaldeyrisöflunina. 

En þegar stefnan er orðin sú að okkur nægir ekki að framleiða fimm sinnum meira rafmagn en við þurfum til eigin nota, heldur viljum framleiða tíu sinnum meira, og ráðstöfum allri fáanlegri orku og meira til handa álfyrirtækjum svo að engir aðrir komist að, þá er eitthvað að. 

Og þá er ég ekki að taka með í reikninginn hin gríðarlegu og óafturkræfu spjöll á mesta verðmæti Íslands, sem er hin einstæða náttúra landsins. 

Ég hef á ferðum mínum um 26 þjóðgarða í sex löndum í tveimur heimsálfum séð og kynnt mér, að þegar rétt er að farið þarf stóraukinn fjöldi ferðamanna (úr því að allt er sífellt mælt í peningum) ekki að valda óafturkræfum umhverfisspjöllum. 

Hvað varðar slíka eyðileggingu eru skefjalausar og stórkarlalegar virkjanaframkvæmdir algerlega sér á parti.

Ómar Ragnarsson, 5.1.2011 kl. 23:40

8 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Tveggja ára gömul pæling frá mér um útflutningsverðmæti heiðagæsa...

Haraldur Rafn Ingvason, 6.1.2011 kl. 09:14

9 Smámynd: Ívar Pálsson

Áliðnaður er ákveðin tegund af virðisauka þar sem mikil orka er nýtt til þess að umbreyta málminum. Þetta fellur vel að okkar staðháttum. Alls kyns kostnaður er við þetta ferli eins og annað. T.d. útheimta fiskveiðar okkar mikla olíunotkun, þar sem innflutta olían sem notuð er nær jafnvel sama virði og fiskurinn sem veiddur er , t.d. rækja við Ísland, þess vegna er ekki veitt meira af henni en gert er nú.

En margir hafa samt hag af því að starfsemin eigi sér stað, þótt að þjóðin öll geri sér kannski ekki grein fyrir því. Sem betur fer þá er heldur starfemin ótrauð áfram í t.d. fiski og áli, þrátt fyrir andmælin af og til að ekki borgi sig að standa í þessu. Niðurstaðan er sú að þegar á bjátar, þá er grunnurinn sterkur, ál og fiskur. Meiri sveiflur eru í þjónustugeirum, eldgos truflar t.d. ferðaþjónustu, hugbúnaðarfyrirtæki geta fært sig til fyrirhafnarlítið, bankaþjónusta náði 30% hlut en sprakk svo, en kletturinn stendur enn.

Annars stóð ekki til að tala neinn annan geira niður, síður en svo.  Ferðaþjónustan blómstrar t.d. réttilega og ekki ber að bera hana saman við eða gegn iðnaðarframleiðslu, hún kemur henni ekki við, amk. þegar litið er á fjölda ferðamanna og aukna álframleiðslu, það fer saman óháð hvert öðru. Fjöldinn sem ferðast núna til norðurluta Vatnajökuls virðist margfaldur á við áður og er það vel. Þegar ég gekk á Snæfell sl. sumar þá horfði ég stoltur yfir lón Kárahnjúkavirkjunar frá tindinum og gladdist yfir því að við næðum að beisla hrattbráðnandi jöklana á svona endurnýjanlegan og snyrtilegan hátt. Hagtölurnar staðfesta svo þessa skoðun enn betur. Tal um það hvað gæti verið („eitthvað annað“) er gott og blessað, látið það þá gerast. En ekki stöðva svona eðlilegar og jákvæðar athafnir.

En varðandi þjóðgarða, Ómar, þá eru þeir engin peningamaskína, heldur ein tegund af eyðslu. Umræðan hér er um það hvaða tegund framleiðslu eða athafna skapa auð fyrir samfélagið og halda því uppi. Í því tilliti þá er ríkisfjármagn til þjóðgarða til þess að styrkja ferðamannaiðnaðinn. En ríkið fer ekki að styrkja sjávarútveginn eða áliðnaðinn (og á ekki að gera það). Öðru nær, stjórnin þín er að leggja þetta í rúst eins og aðra atvinnuvegi.

Ívar Pálsson, 6.1.2011 kl. 11:56

10 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Teitur: þú spyrð hvers vegna ferðaþjónusta sé ekki inni í þessum tölum. Hagstofan gerir mun á útflutningi á vörum annars vegar og hins vegar hver sé uppruni tekna Íslendinga. Eðlilega eru tekjur af ferðaþjónustu ekki inni í tölunum um vöruútflutning. Kíktu á www.hagstofa.is en þar er hægt að fletta þessu öllu upp.

Ómar segir: Það hefur verið reiknað út að virðisauki af álframleiðsunni fyrir samfélagið er meira en helmingi minna en af sjávarútvegi eða ferðaþjónustu.

Sennilega á hann við að hreinar tekjur eða virðisauki af ílbræslunum sé ekki nema tæplega helmingur af hagnaði (virðisauka) af ferðaþjónustu. Það er skuggalegt hversu ýmsir aðilar hafi séð ofsjónum yfir mögulegum hagnaði af þessari starfsemi. Við eigum að varast orðalagið „helminginn“ af einhverju eða „helmingi meira“ sem rökfræðilega merkir 50% meira en ekki tvöfalt meira eins og sumir vilja meina. „Helmingi minna“ getur verið jafnvel enn meira villandi því við hvað er þá miðað?

Ívar: Þú segist hafa verið stoltur yfir að berja þessa kolmórauða uppistöðulón augum. Fyrir nokkru lokaði Alkóa, sama álfyrirtæki og er með sína forréttingu á Reyðarfirði tveim gömlum álbræðslum á Ítalíu. Þar ríkti beiskja gagnvart þessu fyrirtæki. Hvenær kemur að okkur skal ósagt látið. Hérna settu þeir sína starfsemi vegna þess hve yfirvöld voru eftirgefanleg og nánast betluðu eftir þessari starfsemi þrátt fyrir að tugir þúsunda Íslendinga vildu fara aðrar leiðir í uppbyggingu atvinnu. Nei þetta eina átti að bjarga öllu.

Í dag hefir atvinnuleysi hvergi vaxið jafnmikið og á Austurlandi. Stærsta gróðrarstöðin á Íslandi, Barri á Egilsstöðum lenti í vandræðum. Hefði ekki verið viturlegra að efla skógrækt á Íslandi og styðja við bakið á einstaklingsfrelsi fjöldans en einblína á þetta einasta eina, rétt eins og enginn annar guð sé til annar en álguðinn?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 16.1.2011 kl. 12:14

11 Smámynd: Ívar Pálsson

Guðjón, ég er sammála þér með þetta villandi "helmingi" tal. En það myndi æra óstöðugan hér að reyna að finna út nettótekjur áliðnaðarins gagnvart ferðaþjónustunni. Okkur tekst það ekki, enda er fjöldi manns í vinnu við það að reikna slíkt út alla daga án endanlegrar niðurstöðu. Alltaf væru einhverjir þættir sem ekki væru teknir inn í dæmið.

Það sem ég legg áherslu á er að ein starfsemi útiloki ekki aðra. Ekki þarf að rífa niður áliðnað þegar hífa skal upp ferðaþjónustu. Upp með það alltsaman! Og skógrægt, já meira af henni.  Hálslón jók t.d. rakann í umhverfinu til betri vegar fyrir sandauðnirnar sem blésu þarna upp af og til. 

Ræktum og virkjum með næma tilfinningu fyrir umhverfinu. Það er alveg hægt.

Ívar Pálsson, 17.1.2011 kl. 15:54

12 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Á sínum tíma var reiknað út hve háar fjárhæðir hvert starf í álbræðslunni kostaði. Líklega standast þeir útreikningar enn. Seinnilega væri unnt að reka Barra og þess vegna fleiri stöðvar á þeim fjármun um sem fóru í að skapa kannski hálfum tug manna störf í álverinu. Hins vegar væri blómlegt starf gróðrarstarfa grundvöllur fyrir mörg hundruð ársverk þegar fram líða stundir.

Því miður vildu menn fara þessa leið og nú vantar rekstarfé til að halda þessari sjálfbæru starfsemi uppi þar sem við getum haft alla þætti í hendi okkar og ekki neinum öðrum háðir.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 17.1.2011 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband