Aska og ryk af heiðunum

vindur20110113kl18rek.pngLangstærsta ástæða mikillar svifryksmengunar 13. janúar 2011 er sú að í þurru austanrokinu mokast aska og ryk af heiðunum í milljónum tonna, upp í 16-föld heilsuverndarmörk. Þetta sést á myndunum frá vedur. is og UST.is. Fólk ætti alls ekki að þvælast úti í þessu, hvað þá í hlaupum eða slíku, þar sem litlu agnirnar fara djúpt í lungu og valda langvarandi ertingu.

Eftir gosið í Eyjafjallajökli var fullyrt að askan (amk. þar í kring) yrði á sveimi í 2-3 ár, með stormum osfrv. En það gleymist almennt á nokkrum mánuðum.  Þó sést þetta nokkuð vel á skýjafari, þ.e. hjá þeim sem líta upp úr gaupnum sér. Segir sá með höfuðið í skýjunum.ustsvifryk20110113a.png


mbl.is Svifryk yfir heilsuverndarmörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband